fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. janúar 2025 17:30

Hiti er á Seyðisfirði vegna málsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Afar hratt hefur safnast á listann.

„Við undirrituð biðlum til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði,“ segir í tilkynningu með listanum á vefsvæðinu island.is. „Löggjöf um sjókvíaeldi og eftirlit með greininni er í molum. Um það erum við öll sammála og ný ríkisstjórn boðar úrbætur. Við þær aðstæður er fráleitt að úthluta nýjum leyfum.“

Bent er á að um leið og áform um sjókvíaeldið hafi verið kynnt árið 2020 hafi 55 prósent bæjarbúa skrifað undir undirskriftalista gegn starfseminni. Árið 2023 hafi könnun sýnt að mikill meirihluti, 75 prósent, Seyðfirðinga væru á móti sjókvíaeldi í firðinum. Einnig er vísað í könnun á landsvísu sem sýni að 61 prósent landsmanna séu neikvæð gagnvart áformunum en aðeins 16 prósent jákvæð.

„Á öllum stigum og með öllum leiðum hefur verið mótmælt en ekki verið hlustað!“ segir í tilkynningunni. „Svæðið sem á að leggja undir sjókvíaeldi er sameign þjóðarinnar.“

Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út á mánudag, 20. janúar. Undirskriftalistinn var stofnaður 13. janúar og þegar þetta er skrifað hafa 8.148 skrifað undir.

Hægt er að skrifa undir listann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina