Þetta kemur fram í greiningu frá bandarísku hugveitunni Institute for the Study of War (ISW) sem segir að háttsettir herforingjar og elítan séu ósátt við tilraunir Pútíns til að heyja allsherjarstríð í Úkraínu af hálfum hug og hafi vaxandi áhyggjur af hvenær forsetinn muni binda enda á stríðið.
Heimildarmenn innan stjórnarinnar, þingsins og á lægri stigum segi að elítan sé orðin mjög þreytt á að bíða eftir að stríðinu ljúki og hafi orðið fyrir vonbrigðum með forsetann. Þess utan hefur elítan miklar áhyggjur af langtímaáhrifum refsiaðgerða Vesturlanda á rússneskan efnahag.
Ríkisstjórnin er ekki sögð hafa neina framtíðarsýn fyrir hvað taki við í Rússlandi að stríðinu loknu. Það er einnig sagt geta skipt miklu máli fyrir ríkisstjórnina hvernig stríðinu lýkur ef hún er ekki með neina skýra pólitíska stefnu fyrir Rússland þegar stríðinu lýkur.
Háttsettir herforingjar eru sagðir verða sífellt pirraðri á að hafa ekki nægan mannafla og hergögn til að heyja stríðið og telja að Pútín verði að grípa til herkvaðningar.