fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ann-Marie Bennett, breskri móður, brá heldur betur í brún þegar hún sá hvað var í pennaveski sem hún keypti á vefsíðu kínverska verslunarrisins Shein fyrir skemmstu.

Pennaveskin voru ætluð tveimur ungum dætrum hennar og virtust aðeins innihalda nokkra penna, yddara og strokleður. Stóð í lýsingunni að þau hentuðu börnum allt niður í þriggja ára aldur.

Annað átti þó eftir að koma á daginn enda leyndist flugbeittur hnífur í pennaveskinu eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ann-Marie var svo brugðið að hún hafði samband við bresku neytendasamtökin sem eru með málið til skoðunar. Pennaveskið mun þó enn vera til sölu á vef Shein, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins The Sun.

Kveðst hún þakklát fyrir að hafa séð hnífinn áður en fimm ára gömul dóttir hennar fór með hann í skólann. „Hún hefði getað stórslasað sig á þessu,“ segir hún og furðar sig á því að varan hafi verið sögð henta börnum allt niður í þriggja ára aldur.

Hvetur hún foreldra til að vera vakandi fyrir þessu svo ekki verði óþarfa slys.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda