fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins að Árskógum 7, segir að hávaðinn í stórvirkum vinnuvélum vegna jarðvegsframkvæmda við Álfabakka 2 sé óbærilegur.

Kristján ræðir þetta við Morgunblaðið í dag þar sem fjallað er um málið.

„Það er óþolandi að vakna við þetta, nán­ast alla daga vik­unn­ar eins og verið hef­ur að und­an­förnu,“ segir Kristján í viðtalinu. Hann kveðst hafa sent tölvupóst til Brynjólfs Þorkelssonar hjá Eignabyggð síðastliðinn sunnudag þar sem hann kvartaði undan því að verið væri að vinna á sunnudögum með stórvirkum vinnuvélum með tilheyrandi hávaða.

„Þess­um tölvu­pósti hef­ur aldrei verið svarað, ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un,“ seg­ir Kristján við Morgunblaðið.

Hann segir að svo virðist vera sem stórar vélar séu að skafa klöppina og hávaðinn sé óbærilegur.

Annar íbúi, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir að hávaðinn sé ólýsanlegur. Hann hafi rætt við vélamennina um hávaðann en viðbrögð Eignabyggðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu, verið á þann veg að finna út hvar íbúinn vinnur og kvarta undan honum við forsvarsmenn fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda