fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 08:31

Kristinn Hrafnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður og ritstjóri Wikileaks, segir það vera áhugavert þegar orðaval kemur upp um menn.

Í færslu á Facebook-síðu sinni vísar hann í yfirlýsingu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, vegna vopnahlés á Gaza og vekur athygli á því hvernig talað er um Gyðinga, Breta og svo Palestínumenn.

„Í yfirlýsingu Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, vegna vopnahlés á Gaza talar hann um að Gyðingum hafi verið „slátrað“ (massacred), Bretar hafi verið „myrtir“ (murdered) en Palestínumenn hafi „tapað lífinu“ (lost their lives). Nærri 50 þúsund Palestínumenn ,,töpuðu lífinu” í þjóðarmorðinu. Smekklegt,” segir Kristinn og taka margir undir með honum.

Erlendir fjölmiðlar hafa einnig veitt þessu athygli og benda á að Starmer hafi verið gagnrýndur víða fyrir orðanotkun sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?

Auður biðlar til Ölmu Möller og spyr: Hvar er lækningin?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa

Þetta er maðurinn sem leiðir Vatíkanið eftir andlát Frans páfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda