fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vakin er athygli á því að fljúgandi hálka geti myndast síðdegis eða í kvöld þegar það kólnar nokkuð skarpt í veðri. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Bliku sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti.

„Mun kaldara loft lúrir hér vesturundan. Sjáum í morgun kl. 9 að þá var hiti dottinn niður í frostmark á Keflavíkurflugvelli, en á sama tíma var hann tæp 8 stig í S-átt á Sandskeiði. Þegar styttir upp nærri hádegi suðvestanlands er hætt við að það myndis glæraísing á yfirborði allvíða og eins fyrir austan fjall. Verður aðeins spurning um tíma hvenær veghitinn fer undir núllið, síðdegis eða í kvöld,“ segir í færslunni.

Bent er á það að þetta eigi ekki síst við um Suðvesturland og höfuðborgarsvæðið.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að það kólni smám saman í dag og á Suðaustur- og Austurlandi fari að snjóa seint í kvöld.

Um helgina er svo útlit fyrir ákveðna norðaustan- og austanátt með snjókomu eða éljum um mest allt land og gæti færð því spillst víða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trefjar smíða fyrir First Water

Trefjar smíða fyrir First Water
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun

Alfreð Erling sýknaður – Gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“

Guðni segir að Sigurður Ingi þurfi að herða sig: „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“
Fréttir
Í gær

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“

Óvænt tilkynning kastar olíu á eldinn í innanbúðardeilum Sósíalista – „Held það sé einfaldlega kominn tími til að sýna smá auðmýkt“
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar

Manndrápsmálið: Stefán Blackburn í haldi lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar

Ásthildur Lóa tapaði vegna fyrningar