„Mun kaldara loft lúrir hér vesturundan. Sjáum í morgun kl. 9 að þá var hiti dottinn niður í frostmark á Keflavíkurflugvelli, en á sama tíma var hann tæp 8 stig í S-átt á Sandskeiði. Þegar styttir upp nærri hádegi suðvestanlands er hætt við að það myndis glæraísing á yfirborði allvíða og eins fyrir austan fjall. Verður aðeins spurning um tíma hvenær veghitinn fer undir núllið, síðdegis eða í kvöld,“ segir í færslunni.
Bent er á það að þetta eigi ekki síst við um Suðvesturland og höfuðborgarsvæðið.
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að það kólni smám saman í dag og á Suðaustur- og Austurlandi fari að snjóa seint í kvöld.
Um helgina er svo útlit fyrir ákveðna norðaustan- og austanátt með snjókomu eða éljum um mest allt land og gæti færð því spillst víða.