fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 10:30

Birgir Þór og Rannveig Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannveig Þorsteinsdóttir og Birgir Þór Þrastarson eignust tvíburadrengi 7. desember 2024 eftir 25 vikna meðgöngu. Fyrir áttu þau son sem verður fjögurra ára í apríl. Fjölskyldan er búsett á Akureyri og hafa foreldrarnir þurft að dvelja langdvölum í Reykjavík eftir fæðinguna með tilheyrandi vinnutapi, kostnaði og miklu skipulagi og tilstandi. Eldri sonurinn hefur búið hjá ömmu sinni og afa á Akureyri á meðan Rannveig og Birgir eru í Reykjavík hjá tvíburunum.

Akureyri.net fjallar um mál fjölskyldunnar. Veitingastaðurinn DJ grill mun bjóða upp á góðgerðarborgarann Big Red á matseðlinum þar sem allur ágóði af sölu borgarans rennur til styrktar fjölskyldunni. Nafn borgarans er ekki tilviljun en Birgir Þór fékk gælunafnið Biggi rauði á fótboltaferlinum með tilvísun í háralitinn. 

Rannveig og Birgir Þór
Mynd: Facebook

Í gær birtist frekari umfjöllun um mál fjölskyldunnar á Akureyri.net. Parið tilkynnti um kyn tvíburanna með mynd á Facebook í lok október og sögðu fæðingardag í mars. Drengirnir fæddust hins vegar sléttum sex vikum síðar. 

Birgir Þór hefur skrifað færslur á Facebook til að upplýsa fjölskyldu og vini um stöðu mála. Í lok nóvember var allt með hefðbundnum hætti í sónarskoðun, en um kvöldið fór að leka smá legvatn og var parið flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi þar sem líklegt var að tvíburarnir væru á leið í heiminn. Svo varð þó ekki en ljóst var að Rannveig fengi ekki að fara heim fyrr en að lokinni fæðingu.

Þann 12. desember skrifar Birgir Þór færslu um að synirnir hafi fæðst föstudagsnóttina 7. desember kl. 3 og fjölskyldan muni þurfa að dvelja í Reykjavík næstu þrjá mánuði. 

„Fæðingin gekk mjög vel og fór hún fram eðlilega fram og tók ekki nema 20 mín, stóð sig eins og hetja! En þar sem planið var nú að þeir kæmu ekki alveg strax voru þeir vissulega litlir eða 1050g og 976g. Starfslið Landspítalans hefur staðið sig ótrúlega vel og dafna þeir frábærlega eins og staðan er í dag á degi fimm. 

Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar svo þetta púsluspil fer allt vel meðan allir eru heilir og frískir, vissulega skrítin jól og allt það er þau koma aftur!“ 

Birgir Þór með annan tvíburann 21. desember þegar þeir voru 2 vikna
Mynd: Facebook

Hafa ítrekað flutt milli íbúða og sjúkrahótels

Parið flutti á milli og bjó í þremur íbúðum fyrir jól og dvaldi yfir áramótin á Sjúkrahóteli Landspítalans. Ekki gekk að fá íbúð á vegum Landspítalans, en þau hafa fengið inni í íbúðum hjá Einingu-Iðju með stoppum á hótelinu inn á milli og planið fyrir janúar klárt, þökk sé Einingu-Iðju segir Birgir Þór. 

Í nýárspistlinum skrifar Birgir Þór „þetta líf er mjög skrítið erfitt að geta gert lítið fyrir strákana sína nema sitja hjá þeim og spjalla og tilfinningar eftir því upp og niður en almennt erum við bara góð! Allt tekur þetta á andlegu hliðina og veskið en þeir sem þekkja mig er ég alltaf jákvæður og bjartsýnn verðum komin heim áður en við vitum af!“ 

Þann 10. janúar fékk parið íbúð til næstu tíu daga og segir Birgir Þór mánuðinn verða pússluspil milli íbúða og hótels en það bjargist allt saman þar sem þau verji mestum tíma þeirra hjá tvíburunum. Eldri sonurinn er kominn í rútínuna fyrir norðan í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa.

Tvíburarnir fá nafn og standa sig eins og hetjur

„Við höfum ákveðið nöfnin og eldri strákurinn (Tvíburi A) hefur fengið nafnið Mikael Myrkvi og sá yngri (Tvíburi B) Bjartur Logi! Þeir standa sig mjög vel og er Mikael búinn að vera án öndunarvélar í einhvern tíma og er kominn úr kassanum góða og í vöggu, Bjartur er aðeins að erfiða, þurfti að fara aftur í öndunarvél svo bróðir hans býður bara í vöggunni eftir honum! Það hefur ekkert stórt komið upp á svo það eru gleðifréttir og þyngjast þeir og stækka alveg eðlilega! Algjörar hetjur og sér maður mun á þeim milli vikna! Þeir verða orðnir 5 vikna núna í nótt!

Áttum samtal við lækni í dag og er hann rosa jákvæður með hvernig þeir hafa staðið sig og með framhaldið en reiknar hann ekki með heimkomu fyrir okkur fyrr en í fyrsta lagi á viku 38 af meðgöngunni sem er mánaðarmótin feb/mars svo þetta skrítna ferðalag hérna í borginni heldur eitthvað áfram! Auðvitað fylgir því fullt af tilfinningum alla daga en við erum bara bjartsýn og lífið heldur áfram!“ 

Þakkar parið öllum sem hafa haft samband og sýnt þeim stuðning. 

„Það er ómetanlegt að finna fyrir honum því vissulega er þetta aðstæður sem krefjast mikils af okkur sem foreldrar að vera í burtu að heiman og púsla þessu öllu saman hvort sem það er andlega, fjárhagslega eða annað en eins og ég segi alltaf ef það er í lagi með þá er í lagi með okkur!“

Birgir Þór er búinn að flúra á sig nöfn, fæðingardag og stund tvíburana, þyngd, lengd og höfuðmál. Mnd: Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“