fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Tengdadóttir Trump lofsamar viðhorf hans til kvenna – „Hann berst stöðugt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 06:30

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar þú ert frægur, þá leyfa þær þér. Þú getur gert hvað sem er. Þú getur gripið í klofið á þeim („grab them by the pussy, innsk. blaðamanns).“

Þetta sagði Donald Trump eitt sinn og vöktu ummælin mikla reiði margra enda erfitt að sjá að hér sé virðing fyrir konum í hávegum höfð.

Þessi ummæli og tilnefning hans á þremur íhaldssömum hæstaréttardómurum, sem skiptu sköpum þegar hæstiréttur nam úr gildi réttindi kvenna til þungunarrofs, hafa orðið til þess að margir hafa gagnrýnt viðhorf Trump til kvenna.

En það er engin ástæða til þess eftir því sem Lara Trump, sem er gift Eric Trump syni forsetans verðandi, segir. „Þetta er maður sem er umhugað um konur,“ sagði hún í samtali við The New York Post og bætti við: „Donald Trump hjálpaði mér að ná svona langt. Hann berst stöðugt fyrir þær konur sem standa honum nærri.“

Hún benti síðan á konur á borð við Susie Wiles, starfsmannastjóra, og Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúa.

Samkvæmt því sem Lara sagði, þá skiptir það Trump engu máli, hvers kyns fólk er, það eru bara hæfileikar þess sem gilda í hans augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Í gær

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim