fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 2. janúar var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í sérstæðu máli sem snertir útlendinga er komu hingað til lands með ólöglegum hætti og með í för var ólögráða drengur. Sakborningar í málinu eru frá arabísku mælandi landi en ekki kemur fram hvaða land það er.

Annars vegar er maður ákærður fyrir barnaverndarlagabrot með því að hafa sem forsjáraðili sonar síns vanrækt soninn andlega og líkamlega svo heilsu hans var hætta búin, sýnt honum vanvirðandi háttsemi og sært hann, en ákærði sendi drenginn frá ótilgreindu landi árið 2019 og vissi að hann dvaldist í kjölfarið með skyldmennum við bágbornar aðstæður í Grikklandi og Svíþjóð allt til 28. apríl 2022. Drengurinn hafi á þessu tímabili ekki fengið viðhlítandi læknisþjónustu eða aðstoð við sjúkdómi sínum og öðrum kvillum, hann hafi aldrei fengið að fara í leikskóla eða grunnskóla og hann hafi búið við vanrækslu og ofbeldi af hálfu skyldmenna, en faðirinn kom honum ekki til aðstoðar heldur lét sér velferð hans og aðbúnað í léttu rúmi liggja, samkvæmt ákæru, en vissi þó hvar drengurinn var niðurkominn og hafði möguleika á að vera í samskiptum við hann og þá sem hann dvaldist hjá.

Hins vegar er frændi drengsins ákærður fyrir brot gegn lögum um útlendinga með því að hafa flutt og aðstoðað drenginn við að koma ólöglega til Íslands þann 28. apríl árið 2022. Í ákæru segir: „Ákærði sótti A á dvalarstað hans í […] í Svíþjóð, fór með hann til Kaupmannahafnar og ferðaðist þaðan með hann til Íslands með flugi […], þann 28. apríl 2022, en eini tilgangur ákærða meðferðinni var að sækja um alþjóðlega vernd fyrir A og sjálfan sig hér á landi. Við afskipti lögreglu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar framvísaði ákærði vísvitandi ekki vegabréfum hans eða A eða öðrum lögmætum skilríkjum, en þau reyndust falin í ferðatösku hans.“

Lögregla fékk tilkynningu um komu frændans og drengsins til landsins hingað til lands 28. apríl árið 2022 en þeir sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi. Þeir framvísuðu ekki skilríkjum heldur bara afrituðum útprentum af vegabréfum. Kom fram að frændinn hafði verið með drenginn á þvælingi um ýmis lönd í um þrjú ár. Drengurinn sjálfur vissi ekki í hvaða löndum þeir hefðu dvalist og hann vissi ekki einu sinni hvað hann sjálfur var gamall. Frændinn var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald og kom þá í ljós að hann hafði falið skilríki sín og drengsins í ferðatöskunni.

Brot ekki framin hér á landi

Frændinn sagðist hafa komið með drenginn hingað til lands til að leita lækninga við blóðsjúkdómi sem drengurinn væri með. Hann hafi ekki fengið viðhlítandi læknisþjónustu í þeim löndum sem hann hefði reynt það, m.a. Egyptalandi og Svíþjóð.

Ráða má af samhenginu að faðir drengins hafi dvalist hér fyrir á landinu en þó kemur það ekki skýrt fram í dómnum sem er tyrfinn og ruglingslegur, meðal annars vegna þess að mikið af upplýsingum hefur verið afmáð úr honum.

Faðirinn krafðist frávísunar á máli sínu þar sem meint brot væru ekki framin hér á landi. Á það féllst dómari og var ákæru gegn honum vísað frá dómi.

Frændinn var hins vegar sakfelldur fyrir brot gegn útlendingalögum og dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af eru þrír skilorðsbundnir.

Dóminn má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“