fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Ríki vara við – Segja að Norður-Kórea öðlist mikilvæga reynslu í stríðinu við Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 09:30

Mynd sem Úkraínumenn birtu af norður-kóreskum hermanni á vígstöðvunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er þá hefur einræðisstjórnin í Norður-Kóreu sent mörg þúsund hermenn til Rússlands til að berjast við hlið rússneskra hermanna gegn Úkraínumönnum. Vesturlönd telja þetta hafa markað mikla stigmögnun stríðsins og nú vara mörg ríki við afleiðingunum af þátttöku norðurkóresku hermannanna í stríðinu.

Talsmaður úkraínskra stjórnvalda segir að sú bardagareynsla, sem norðurkóresku hermennirnir öðlast nú, sé „heimsvandi“. Þeir eru sagðir hafa verið ansi óreyndir í upphafi en nú sé staðan önnur. AP skýrir frá þessu og segir að talsmaðurinn hafi sagt að í fyrsta sinn í áratugi, öðlist norðurkóreskir hermenn bardagareynslu.

Talið er að um 12.000 norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til Rússlands. Ónefndur úkraínskur hermaður segir þá vera „agaða“ og „skipulagða“ þegar kemur að bardögum. Aðrir hafa lýst taktík þeirra sem úreltri.

Bandaríkin vöruðu öryggisráð SÞ við því í síðustu viku að áhrif af stríðsþátttöku Norður-Kóreu geti orðið alvarleg. Með henni verði þeir betur í stakk búnir til að há stríð gegn nágrannaríkjum sínum.

Úkraínumenn handtóku tvö norðurkóreska hermenn á laugardaginn og eru það fyrstu norðurkóresku stríðsfangarnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“