Talsmaður úkraínskra stjórnvalda segir að sú bardagareynsla, sem norðurkóresku hermennirnir öðlast nú, sé „heimsvandi“. Þeir eru sagðir hafa verið ansi óreyndir í upphafi en nú sé staðan önnur. AP skýrir frá þessu og segir að talsmaðurinn hafi sagt að í fyrsta sinn í áratugi, öðlist norðurkóreskir hermenn bardagareynslu.
Talið er að um 12.000 norðurkóreskir hermenn hafi verið sendir til Rússlands. Ónefndur úkraínskur hermaður segir þá vera „agaða“ og „skipulagða“ þegar kemur að bardögum. Aðrir hafa lýst taktík þeirra sem úreltri.
Bandaríkin vöruðu öryggisráð SÞ við því í síðustu viku að áhrif af stríðsþátttöku Norður-Kóreu geti orðið alvarleg. Með henni verði þeir betur í stakk búnir til að há stríð gegn nágrannaríkjum sínum.
Úkraínumenn handtóku tvö norðurkóreska hermenn á laugardaginn og eru það fyrstu norðurkóresku stríðsfangarnir.