fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness sem sakfelldi konu á sextugsaldri fyrir umsáturseinelti, eignaspjöll og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Konan hafði ofsótt tvær konur, sem eru par, linnulítið í um hálft ár en konan beindi reiði sinni að þeim eftir að önnur kvennanna hafði beðið hana um að taka upp skít eftir hund hennar úr garði hússins þar sem konurnar bjuggu.

Landsréttur vísar í sinni niðurstöðu til þess að eins og komið hafi fram í dómi héraðsdóms liggi fyrir fjöldi myndbandsupptaka af háttsemi konunnar. Verði ekki annað talið en að í öllum tilvikum sé um hana að ræða þótt myrkur varni því í nokkur skipti að unnt sé að greina andlit hennar. Sá aðili sem þar sjáist sé í áþekkum fatnaði og konan á öðrum myndum, með hund sem líkist hundi hennar auk þess sem göngulag og líkamsburður sé með svipuðum hætti og hjá konunni.

Í dómnum segir að umsáturseineltið hafi staðið yfir í tæpa fimm mánuði. Hafi ásetningur konunnar til verksins verið einbeittur og hún virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir brotaþola um að hún léti af háttseminni. Vegna þessa hafi brotaþolarnir ekki notið þeirrar friðhelgi á heimili sínu sem þær hafi átt kröfu til og svo hafi farið að þær hafi neyðst til að flytja þaðan til að losna undan áreiti og ógnunum konunnar.

Byrjaði með saklausri beiðni

Með Landsrétti fylgir dómur héraðsdóms en þar kemur fram að atvik málsins voru fjölmörg. Konan hótaði meðal annars parinu lífláti marg sinnis, hótaði móður annarrar kvennanna, tók myndir inn um glugga bifreiðar þeirra, lagði bifreið sinni fyrir þeirra bifreið, tók mynd af heimili þeirra, setti hundaskít í poka ofan á bifreið þeirra og hótaði að drepa hunda parsins. Konan kallaði einnig á konurnar að þær væru „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur.“ Konan skrifaði á götuna fyrir framan bifreið kvennanna „snípur“ og einnig setti hún handskrifaðan miða inn um bréfalúgu parsins sem á stóð „Ég vil ekki ríða þér“.

Loks má nefan að konan tjáði lögreglumönnum að hún vildi drepa konurnar, vann skemmdarverk á bifreið parsins og neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu um að leggja frá sér hníf.

Taka ber fram að þessi upptalning er ekki tæmandi.

Í dómnum er hinum ýmsu atvikum málsins lýst með ítarlegum hætti. Margsinnis var lögreglan kölluð að heimili parsins vegna stöðugrar áreitni og hótana konunnar. Var konan m.a. að berja á glugga og hóta innbroti.

Sagði parið umsáturseineltið hafa byrjað með því að önnur þeirra hafi beðið konuna um að taka hundaskít eftir hunda hennar úr garðinum hjá þeim og hafa hundana í bandi.

Krafðist tjáningarfrelsis

Fljótlega eftir að umsáturseineltið byrjaði fékk parið sér eftirlitsmyndavél og því náðist mikið af hegðun konunnar á myndband.

Fram kemur einnig í dómi héraðsdóms að parið hafi sýnt einkenni kvíða og þunglyndis í kjölfar hinna linnulausu ofsókna konunnar.

Atvik málsins áttu sér stað yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Í eitt skipti þegar lögregla var kölluð til vegna hótana og áreitni konunnar fóru lögreglumenn á vettvang og ræddu við hana. Er samskiptum lögreglumannanna og konunnar lýst með eftirfarandi hætti í dómi héraðsdóms og þá með vísan til lögregluskýrslu:

„Lögreglumenn hafi reynt að tala við ákærðu og segja henni að fara ekki inn á lóðina hjá brotaþola og láta hana í friði. Ákærðu hafi verið tjáð að hún hafi fengið fyrirmæli í fyrri afskiptum um að fara ekki aftur að tala við brotaþola sem hún hafi ekki sinnt. Ákærða hafi svarað því og sagt orðrétt „ég sagði að ég ætlaði að drepa hana, ég fór ekkert að tala við hana“ og haldið áfram ítrekað að segjast vilja drepa hana. Ákærða hafi greinilega átt við brotaþola. Ákærða hafi neitað að hafa verið á lóð brotaþola og sagt orðrétt „þess vegna langar mig til að drepa hana ég get alveg sagt við hana að mig langi til að drepa hana“. Lögreglumenn hafi reynt að segja ákærðu að fara ekki þang að aftur en ákærða hafi sagt orðrétt „það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“, „ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“, „er ekkert tjáningarfrelsi hérna.“

Áfram halda lýsingarnar:

„Við frekari ítrekun lögreglu um að ákærða ætti ekki að fara til brotaþola hafi ákærða sagt orðrétt „ég er alveg til í að segja henni að hún sé réttdráp“. Ákærða hafi áfram sagst vilja drepa hana. Síðar í skýrslunni kemur fram að ákærða hafi sagt að hún væri ekki að meina að hún vildi drepa hana en hún sér að „terrorisera“ hana.“

Konan hafði ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hana í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en Landsréttur þyngdi refsingu hennar í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“