fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Mogginn hnýtir í Höllu forseta – „Kurteisi kostar ekkert“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinar Morgunblaðsins rifja upp þá staðreynd að forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sendi Donald Trump ekki heillaóskir er hann sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.

Halla er ekki á meðal þeirra þjóðhöfðingja sem boðið er til innsetningar Trumps í embætti næstkomandi mánudag. Segja Staksteinar að það sé ekki óeðlilegt, t.d. sé engum öðrum norrænum þjóðarleiðtoga boðið og ekki forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.

Engu að síður gefa Staksteinar í skyn að það hafi ekki verið skynsamlegt af forsetanum að láta hjá líða að óska Trump til hamingju á sínum tíma, eða eins og segir orðrétt í pistlinum:

„En það var líka eft­ir því tekið að Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti sendi Trump ekki heilla­ósk­ir við kjör hans í nóv­em­ber. Var það nú skyn­sam­legt, svona í ljósi þess að Trump ætl­ar að láta til sín taka á alþjóðavett­vangi; maður sem sum­ir segja að sé hé­góm­leg­ur?

Allt var í heim­in­um hverf­ult fyr­ir, líka hér á norður­hjara, en embætt­i­staka Trumps mun hafa enn frek­ari áhrif á alþjóðamál og já, Ísland líka. Þeim mun skrýtn­ari er værukærð stjórn­valda um af­stöðu verðandi Banda­ríkja­for­seta til síns minnsta bróður og banda­manns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar