fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 16:32

Illugi segir að eina hlutverk Mannanafnanefndar ætti að vera að koma í veg fyrir að fólk nefni börn sín Hálfviti eða Kúkafýla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, segir að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra að leggja niður mannanafnanefnd. Nefndin sé komin út fyrir sitt svið.

„Eina mögulega réttlætingin fyrir mannamannanefnd á vegum ríkisins — og hún er þó ekki sterk — er að koma í veg fyrir að fólk skíri börnin sín einhverjum algjörum skrípanöfnum eins og Hálfviti eða Kúkafýla,“ segir Illugi í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástæðan er frétt Vísis um að Mannanafnanefnd hafi hafnað beiðni um að leyfa kvenkyns eiginnafnið Hrafnadís.

Fréttir af úrskurðum Mannanafnanefndar eru reglulegar í íslenskum fjölmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær ákvarðanir. Í þetta skipti ber nefndin fyrir sig að nafnið Hrafnadís brjóti í bága við íslenskt málkerfi og sé afbökun á nafninu Hrafndís.

Mörg nöfn endi á -dís en ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á þessu sé ein undantekning, Vanadís, sem sé þó ekki nóg til að skapa fordæmi.

Finnst Illuga að nefndin sé augljóslega komin út fyrir sitt hlutverk. Heldur hann áfram.

„En að einhver nefnd úti í bæ sé að setja á langhund um stofnsamsetningu og eignarfall fleirtölu til að réttlæta að foreldrar megi ekki skíra dóttur sína Hrafnadís, það er náttúrlega prýðileg sönnun þess að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu