fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Besta úkraínska herdeildin ætlar að fá enskumælandi útlendinga til liðs við sig

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 04:10

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínska Azov herdeildin, sem er talin besta herdeild úkraínska hersins, hefur í hyggju að fá enskumælandi útlendinga til liðs við sig nú þegar stutt er í að fjórða ár stríðsins hefjist.

Herdeildin er áratugagömul en hún var upphaflega stofnuð á grunni þjóðernishyggju. Hún hefur verið mikið notuð í rússneskum áróðri þar þjóðernishyggjuuppruni hennar er notaður sem „sönnun“ fyrir því að Úkraína sé byggð nasistum.

The Guardian segir að foringi herdeildarinnar hafi sagt að vonast sé til að hægt verði að fá fólk með reynslu af hermennsku til liðs við hana. Það sé mikil þörf fyrir aðstoð erlendis frá því Úkraína sé miklu minni en Rússland.

Útlendingar, sem sækja um að komast í herdeildina, verða að ganga í gegnum inntökuferli, þar á meðal er að mæta í viðtal í Kyiv. Síðan tekur við tveggja til þriggja mánaða þjálfun og gildir það einnig fyrir þá sem hafa gegnt herþjónustu.

Að þjálfuninni lokinni munu nýju hermennirnir ganga til liðs við fótgönguliðssveitir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Í gær

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim