Þetta kemur fram í stöðuyfirliti frá breska varnarmálaráðuneytinu sem segir að Rússar hafi misst 48.670 hermenn í desember.
Þetta þýðir að þeir misstu að meðaltali 1.570 hermenn á dag. 19. desember var blóðugasti dagurinn en þá misstu Rússar 2.200 hermenn að mati ráðuneytisins.
Í nóvember misstu þeir 45.860 hermenn. Mannfallið var meira í desember og var það sjötta mánuðinn í röð sem mannfallið jókst.
Bretarnir reikna með miklu mannfalli Rússa í janúar.
Á síðasta ári misstu Rússar 429.660 hermenn en 2023 misstu þeir 252.940 hermenn. Tölurnar ná yfir fallna og særða.