fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Þekktur rithöfundur sagður hafa nauðgað barnfóstru sonar síns í heita pottinum

Pressan
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 07:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rithöfundurinn og handritshöfundurinn Neil Gaiman hefur verið sakaður um að hafa nauðgað barnfóstru sonar síns í heitum potti við heimili hans á Nýja-Sjálandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gaiman er sakaður um alvarlegt kynferðisbrot, en í sumar stigu fimm konur fram og sökuðu hann um brot.

Gaiman er höfundur bóka á borð við The Sandman, American Gods og Coraline og þá samdi hann Good Omens ásamt Terry Pratchett. Samnefnd þáttaröð byggð á skáldsögunni var frumsýnd árið 2019 en ásakanirnar í fyrra urðu til þess að hætt var við framleiðslu á þriðju þáttaröðinni.

Vulture-tímaritið greindi frá nýjustu ásökununum í vikunni en barnfóstran fyrrverandi, Scarlett Pavlovich, segir að Gaiman hafi nauðgað henni í heitum potti þann 4. febrúar 2022. Var hún barnfóstra sonar hans sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Amöndu Palmer.

Í umfjölluninni er brotinu lýst í smáatriðum og segir Pavlovich að hún hafi ítrekað sagt nei við hann en hann haldið áfram uns hann hafði sáðlát. Hann hafi einnig viðhaft sömu hegðun í önnur skipti og talað niðrandi til hennar og meðal annars kallað hana „þræl“.

Gaiman hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá