Þetta sagði Lee Seong-kweun, suðurkóreskur þingmaður, eftir fund með leyniþjónustu landsins en hún fylgist grannt með norðurkóresku hermönnunum sem berjast með Rússum gegn Úkraínu.
Hafa norðurkóresku hermennirnir fengið fyrirmæli um að svipta sig lífi ef þeir standa frammi fyrir því að falla í hendur Úkraínumanna.
Þingmaðurinn sagði að skjöl, sem hafa fundist á föllnum norðurkóreskum hermönnum, sýni að norðurkóresk yfirvöld hafi beitt þá þrýstingi til að taka eigið líf frekar en að vera teknir höndum.
Hann sagði að um 300 norðurkóreskir hermenn hafi fallið í stríðinu og að um 2.700 hafi særst.