fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Norðurkóresk hernaðartaktík afhjúpuð í dagbók

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 04:20

Hér sést ein síða úr dagbókinni. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn hefur birt hluta af dagbók sem er sögð hafa verið í eigu norðurkóresks hermanns sem féll í Kúrsk í Rússlandi. Svo er að sjá að dagbókin veiti áður óþekkta innsýn í hernaðartaktík Norður-Kóreumanna.

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, sagði í síðustu viku að um 4.000 norðurkóreskir hermenn hafi fallið eða særst í stríði Rússa við Úkraínu en Norður-Kóreumennirnir berjast með Rússum.

Í kjölfarið birti úkraínski herinn hluta úr dagbók fallins norðurkóresks hermanns að nafni Jong Kyong Hong. Í henni eru stríðsteikningar og ótrúlegar stefnuyfirlýsingar.

The Wall Street Journal segir að dagbókin hafi fundist rétt fyrir jól þegar eigandi hennar féll í skotbardaga við úkraínska hermenn.

Meðal þess sem er í bókinni er teikning sem sýnir þrjár manneskjur og dróna. Í skýringartexta með myndinni eru manneskjurnar sagðar vera tálbeitur fyrir dróna. „Ef við sjáum dróna, þá söfnumst við saman í þriggja manna hópa. Einn á að vera tálbeita til að blekkja drónann en hinir tveir reyna að skjóta hann niður. Tálbeitan á að halda sig í sjö metra fjarlægð frá drónanum,“ skrifaði norðurkóreski hermaðurinn í dagbókina sína.

The Wall Street Journal ræddi við fyrrum norðurkóreskan hermann, Ryu Seong-hyeon að nafni, sem tókst að flýja frá einræðisríkinu 2019. Hann sagðist telja að flest bendi til að dagbókin hafi tilheyrt norðurkóreskum hermanni og segir að orðalag og það hvernig Rússland er stafað bendi til þess.

 Ótrúlegar stefnuyfirlýsingar eru í dagbókin, sem sýna ótakmarkaða hollustu hermannsins við einræðisstjórnina í Norður-Kóreu.

„Ég mun sýna heiminum hversu hugrakkar úrvalssveitir Kim Jong-un eru,“ skrifaði hann og bætti síðan við: „Þrátt fyrir að það kosti mig lífið, mun ég fylgja fyrirmælum yfirmanna minna án þess að hika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Í gær

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim