Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að Halla hafi ekki fengið boð um að vera viðstödd, ekki frekar en fyrirrennarar hennar í embætti eða aðrir norrænir þjóðarleiðtogar.
Ekki sé hefð fyrir því að erlendum þjóðhöfðingjum sé boðið að vera við innsetningu Bandaríkjaforseta.
Morgunblaðið bendir þó á að Trump hafi rofið þessa hefð árið 2017 þegar hann bauð fulltrúum lykilbandamanna sinna, til dæmis Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var svarinn í embætti.
Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að meðal þeirra sem fá boðskort nú séu Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Xi Jinping, forseti Kína, Nayib Bukele, forseti El Salvador, Javier Milei, forseti Argentínu og Takeshi Iwaya, utanríkisráðherra Japans.