fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður ekki viðstödd þegar Donald Trump verður svarinn í embætti Bandaríkjaforseta næstkomandi mánudag, 20. janúar.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að Halla hafi ekki fengið boð um að vera viðstödd, ekki frekar en fyrirrennarar hennar í embætti eða aðrir norrænir þjóðarleiðtogar.

Ekki sé hefð fyrir því að erlendum þjóðhöfðingjum sé boðið að vera við innsetningu Bandaríkjaforseta.

Morgunblaðið bendir þó á að Trump hafi rofið þessa hefð árið 2017 þegar hann bauð fulltrúum lykilbandamanna sinna, til dæmis Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var svarinn í embætti.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að meðal þeirra sem fá boðskort nú séu Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Xi Jinping, forseti Kína, Nayib Bukele, forseti El Salvador, Javier Milei, forseti Argentínu og Takeshi Iwaya, utanríkisráðherra Japans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Í gær

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök
Fréttir
Í gær

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Í gær

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“