fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Höllu ekki boðið á innsetningu Trumps

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður ekki viðstödd þegar Donald Trump verður svarinn í embætti Bandaríkjaforseta næstkomandi mánudag, 20. janúar.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og segir að Halla hafi ekki fengið boð um að vera viðstödd, ekki frekar en fyrirrennarar hennar í embætti eða aðrir norrænir þjóðarleiðtogar.

Ekki sé hefð fyrir því að erlendum þjóðhöfðingjum sé boðið að vera við innsetningu Bandaríkjaforseta.

Morgunblaðið bendir þó á að Trump hafi rofið þessa hefð árið 2017 þegar hann bauð fulltrúum lykilbandamanna sinna, til dæmis Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var svarinn í embætti.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að meðal þeirra sem fá boðskort nú séu Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Xi Jinping, forseti Kína, Nayib Bukele, forseti El Salvador, Javier Milei, forseti Argentínu og Takeshi Iwaya, utanríkisráðherra Japans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar