fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Björguðu ferðamönnum af þaki bifreiða á þjóðvegi 1

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 07:55

Myndir: Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út í nótt vegna tilkynningar frá ferðamönnum sem voru í vandræðum við Kattarhryggi á leið upp á Holtavörðuheiði.

Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að ræsi undir veginum hafði stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla.

Hafði ferðafólk á tveimur bílum lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang.

„Svo mikið vatn var á veginum að björgunarmaður í öryggislínu þurfti að synda að öðrum bílanna, þar sem tveir ferðamenn voru á þaki hans og komust hvergi. Einn ferðamaður hafði komist að sjálfsdáðum á þurrt úr hinum bílnum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Fram kemur að vel hafi gengið að bjarga fólkinu af seinni bílnum og upp úr hálf sex í morgun voru allir þrír komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar.

Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum.

Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta.

Meðfylgjandi eru ljósmyndir frá vettvangi í nótt, þar sem meðal annars má grilla í björgunarmann á sundi að bílnum á einni þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?