fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Arnar Eggert um ákvörðun Underwood og Village People – „Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 19:00

Arnar Eggert segir jaðarinn vera færast vegna bullsins sem vellur úr herbúðum Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsfræðingurinn og tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddsen segir það að Carrie Underwood syngi á embættissetningu Donald Trump sýni að verið sé að færa jaðarinn nær miðjunni. Fólk sé farið að dofna fyrir sýrunni og bullinu úr herbúðum Trump.

Arnar Eggert ræddi málið bæði í útvarpsviðtali í morgun sem og í færslu á samfélagsmiðlum. Segir hann ákvörðun Carrie Underwood furðulega og að hún hefði ekki gert þetta fyrir tíu árum síðan, jafn vel ekki fyrir fimm árum síðan. Hún sé fyrsti A-listamaðurinn sem gangi Trump á hönd.

„Í krafti félagsfræða var því lag að greina þetta aðeins niður og mín kenning er sú – kenning í mótun NB – að þetta sé að einhverju leyti tákn um það hvernig sturlun sú sem vellur upp úr Trump og hans hyski dag og nótt er að færa jaðarinn nær miðjunni,“ segir Arnar Eggert. „Og gerði þar með ráðninguna á Underwood mögulega. Sýran og bullið vellur svo strítt úr Trump-herbúðunum að fólk er farið að dofna og nær ekki að klukka þetta. Bullið er orðið normalíserað.“

Mun fólk gleyma þessu?

Veltir Arnar Eggert því fyrir sér hvort tónlistarfólk hafi almennt áhrif á útkomu kosninga. Einnig hvort að orðspor Carrie Underwood muni skaðast vegna þessa.

„Kannski verða allir búnir að gleyma þessu eftir tvær vikur … eða kannski ekki,“ segir Arnar Eggert og bendir á að samfélagsmiðlareikningur hennar logi nú stafnanna á milli. Enda hafi lög hennar á borð við „Love Wins“ verið notaðir sem hálfgildings baráttusöngvar hinsegin samfélagsins. Sjálf hafi hún lýst yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra.

„Er nema von að aðdáendur hennar séu sárir enda hefur Trump unnið markvisst gegn mannréttindum fólks að þessu leytinu til og spúið hatri og rugli eins og enginn sé morgundagurinn,“ segir Arnar Eggert. „Fólk er líka almennt hissa enda hefur Underwood breiða skírskotun og nýtur meginstraumsvinsælda, ólíkt flestu af því tónlistarfólki sem Trump hefur stuðst við opinberlega hingað til.“

Þorpararnir hoppuðu í faðminn

Annað dæmi er hljómsveitin The Village People. En Arnar Eggert segir það ótrúlegt útspil hjá þeim.

„Sveitin hafði upprunalega mótmælt notkun hans á lagi sínu „Y.M.C.A.“ en þegar hún sá hækkaðar streymistölur snerist henni hugur á nóinu og hoppaði í faðm milljónamæringsins,“ segir hann. „Samantekið. Ekkert skiptir máli í tónlist né pólitík. Dollarinn ræður öllu á endanum og allir hafa sitt verð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan

Manstu ekkert eftir þér sem smábarn? – Þetta er ástæðan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?