fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Leiksvæði barna þakið hundaskít – „Bara láti frá sér hundinn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í miðborginni beinir þeim tilmælum til hundaeigenda að hirða hundaskítinn upp eftir dýrið sitt eða láta ellegar hundinn frá sér ráði þeir ekki við þetta einfalda verkefni.

Íbúinn beinir sjónum sínum að garðinum við Njálsgötu/Grettisgötu þar sem áður var rekinn leikskólinn Njálsborg. Segir hann algengt að afar og ömmur hafi mætt með barnabörnin í garðinn eftir lokun leikskólans haustið 2023. Staðan sé hins vegar sú að nú hafi hundaeigendur gert sig heimakomna í garðinum þar sem þeir leyfi hundum sínum að hlaupa þar um, þó svæðið sé enn talsvert notað af börnum. 

Segir hann að þó flestir hundaeigendur séu með poka með sér og hirði upp eftir hundinn, þá séu aðrir sem skilji pokann eftir. Verstir séu þó þeir hundaeigendur sem virðist ekki hafa efni á pokum og skilji skítinn eftir fyrir aðra til að hirða.

„Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra hundaeigenda sem ekki hirða upp eftir dýrin sín að þeir fái sér poka og taki upp eftir hundinn sinn og haldi á því  heim eða bara láti frá sér hundinn.“

Mynd: Facebook

Leiksskólinn Njálsborg var rekinn um árabil á Njálsgötu 9-11 og var líka aðgengi að honum frá Grettisgötu. Árið 2011 sameinaðist leikskólinn öðrum undir nafninu Miðborg; Lindarborg á Lindargötu 26, Njálsborg á Njálsgötu 9-11 og Barónsborg á Njálsgötu 70. Haustið 2023 lokaði Njálsborg, og börnin sem var voru ýmist útskrifuð eða flutt yfir á nýjan leikskóla, og haustið 2024 opnaði Vörðuborg en hún er staðsett við Barónsstíg 34. Húsnæðið semáður hýsti Njálsborg er í eigu borgarinnar og hefur staðið autt síðan.

Njálsborg
Mynd: reykjavik.is

Í tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs 9. mars 2023 kom fram að húsin væru komin til ára sinna og mygla hefði fundist í húsnæðinu: „Húsin eru komin til ára sinna og uppfylla ekki kröfur sem skóla- og frístundasvið gerir til leikskólahúsnæðis. Húsið á Njálsgötu er sínu verst og nýverið var gerð úttekt á húsinu þar sem kom í ljós mjög bágt ástand á kjallara hússins. Tekin voru efnissýni sem sýndu að mikilvægt er að laga kjallarann svo hægt sé að nota hann en sýnin greindu mikla myglu.“

Á fundi borgarráðs í desember 2023 var lagt til að Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Njálsgötu 9 og Grettisgötu 10 og umhverfi þess, en Reykjavíkurborg á eignirnar. „Æskilegt er að skipuleggja svæðið sem myndi miða að því að auka nýtingu á lóðinni í samræmi við markmið borgarinnar um góða borgarþróun eins og hún er tilgreind í aðalskipulagi. Húsin að Njálsgötu 9 standa auð eftir að leikskólinn flutti þaðan út haustið 2023. Eignaskrifstofu verði falið að skoða hvernig hægt verði að nýta húsin til bráðabirgða á meðan unnið er nýtt skipulag.“ 

Í fyrri tilkynningum frá Reykjavíkurborg hafa komið fram áform um að nýr miðbæjarleikskóli rísi í suðvesturhluta reits sem afmarkast af Grettisgötu, Njálsgötu, Rauðarárstíg og Snorrabraut, þar sem Njálsgöturóló var um árabil. Árið 2020 kom fram að þar gætu dvalið 116 börn, og hann ætti að vera tilbúinn 2021-2022. Síðar komu fréttir um að hann yrði tilbúinn í lok árs 2023. Enn eru framkvæmdir ekki hafnar.

Svona hljóðar færsla íbúa miðborgarinnar í heild sinni:

„Til hundaeigenda í Miðborginni.

Eins og margir vita þá var barnagarðinum við Njálsgötu/Grettisgötu lokað fyrir nokkru og börnum komið fyrir á öðrum stöðum.  Algengt var að ömmur og afar klæmu með barnabörnin í garðinn en nú hafa hundaeigendur gert sig heimakomna og leyfa hundum sínum að hlaupa þar um, þó svæðið sé enn talsvert notað af börnum, t.d. er ekki óalgengt að þarna séu haldin barnafmæli.  

Flestir hundeigendur eru með poka með sér og hirða upp það sem hundurinn kann að láta frá sér – eins og góðir hundeigendur gera. Svo eru aðrir sem setja í pokann og skilja hann eftir, gjarnan á eina borðinu sem er í garðinum, og enn aðrir sem virðast ekki hafa ekki efni á pokum.  Nú þegar snjóa leysir kemur skíturinn þeirra í ljós.

Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra hundaeigenda sem ekki hirða upp eftir dýrin sín að þeir fái sér poka og taki upp eftir hundinn sinn og haldi á því heim eða bara láti frá sér hundinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti

Rúmlega fjögur þúsund vilja afturkalla hvalveiðileyfið sem Bjarni veitti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“

Íbúar vitna um svæsinn búðaþjófnað í miðborginni – „Skipti sér ekki af mönnunum og sagði að þeir væru hættulegir“
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“