fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Grænlandsdrama Trump skekur Evrópu – Nú er vaxandi áhugi á norrænu sambandsríki

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 04:10

Fánar Norðurlandanna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru rúmlega 500 ár síðan Norðurlöndin voru síðast í sameiginlegu ríkjasambandi. En nú virðist sem hugmyndin um ríkjasamband norrænu ríkjanna njóti vaxandi fylgis og það eru hugmyndir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að Bandaríkin eigi að eignast Grænland, sem kynda undir þessa hugmynd.

Getur þú séð fyrir þér ríkjasamband Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands auk Grænlands, Færeyja og Álandseyja?

Sumir hafa lengi verið þeirrar skoðunar að það sé mögulegt að stofna slíkt ríkjasamband og nú hefur hugmyndin fengið byr undir báða vængi í kjölfar hugmynda Trump um að Bandaríkin eignist Grænland, kannski sérstaklega í ljósi þess að hann vill ekki útiloka beitingu efnahagsþvingana eða jafnvel beitingu hervalds til að komast yfir Grænland.

Í grein í danska dagblaðinu Politiken furðar bresk-danski blaðamaðurinn Michael Booth sig á því að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hafi ekki sett sig í samband við ríkisstjórnir hinna Norðurlandanna til að ræða stofnun ríkjasambands.

Þá hafa margir tjáð sig um nýtt norrænt ríkjasamband á samfélagsmiðlinum Reddit.

Hans Mouritzen, sérfræðingur í utanríkismálum hjá Dansk Institut for International Studier, sagði í samtali við TV2 að þetta sé „hugmyndaríkt“ en vafasamt sé þó að eitthvað verði úr þessu. „En þetta vitnar um að umræðan er komin í gang,“ sagði hann.

Það sem margir velta fyrir sér er hvort það felist ákveðnir möguleikar í að losa um sambandið við ESB og Bandaríkin og leggja þess í stað áherslu á norrænt samstarf sem veiti Norðurlöndunum meiri áhrif á alþjóðavettvangi. Áhrif sem byggist meðal annars á olíu og Ozempiz en þess utan á hernaðarmætti.

Mouritzen sagði að slík það gæti styrkt slíka samvinnu hversu líkar norrænu þjóðirnar eru. Norrænt sambandsríki myndi þurfa að hafa sig allt við að verja yfirráðasvæði sitt, sem yrði mjög stórt en hins vegar væru íbúarnir ekki mjög margir.

Hann sagði að til af slíkri samvinnu geti orðið þurfi „leiðtoga“ og hann sé ekki til staðar. Þar á hann ekki við um einstakling, heldur þá staðreynd að stóru ríkin eru öll svipað fjölmenn og því ekkert eitt sem sker sig úr og getur tekið forystu á grundvelli stærðar.

Ef hið ótrúlega myndi gerast og norrænt sambandsríki yrði myndað, þá gæti það að hans mati verið mikilvægur þátttakandi á alþjóðavettvangi. Hann vildi þó ekki ganga svo langt að kalla það stórveldi, ekki einu sinni ef Kanada myndi verða hluti af ríkjasambandinu en það telur hann nauðsynlegt vegna legu Grænlands. Hann sagði að frekar yrði um meðalstóran leikmann á alþjóðavettvangi yrði að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir

Neitaði að gefa eftir flugvélarsæti sitt til barns í frekjukasti – Dómstólar taka málið fyrir
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns

Íbúar á Seltjarnarnesi klóra sér í kollinum yfir hundarifrildi Bubba og Björns