Hátt í 30 einstaklingar hafa verið handteknir síðustu daga fyrir innbrot og tilraunir til innbrota í yfirgefnum húsum og í hópi þeirra var einstaklingur sem dulbjó sig sem slökkviliðsmaður.
Robert Luna, yfirmaður hjá lögreglunni í Los Angeles, segir að „slökkviliðsmaðurinn“ hafi verið handtekinn í Malibu þar sem fjölmargir moldríkir einstaklingar búa. Gekk maðurinn á milli húsa sem höfðu orðið eldinum að bráð í leit að verðmætum.
Saksóknarar hafa varað við því að þjófar verði saksóttir af fullum þunga og þá hefur öryggisgæsla verið aukin í mörgum hverfum.