fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
Fréttir

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT), vandar Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og félögum hennar í stéttarfélaginu ekki kveðjurnar eftir útspil þeirra um helgina.

Fulltrúar Eflingar mættu í Kringluna á laugardag fyrir framan veitingastaðinn Finnsson Bistro. Útdeildu þeir dreifimiðum þar sem fullyrt var að eigendur Finnsson Bistro séu þátttakendur í SVEIT – Samtökum fyrirtækja í veitingarekstri – sem Efling segir standa á bak við stéttarfélagið Virðingu.

Sem kunnugt er hefur Efling staðið í miklu stríði við Sveit og Virðingu undanfarnar vikur en Virðing er sakað um að vera „gervistéttarfélag“ sem brjóti á réttindum starfsfólks með „gervikjarasamningnum“.

Sigurður G. skrifar pistil á Facebook í morgun sem ber yfirskriftina Verndari sæluríkisins!

Sjá einnig: Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Í pistlinum segir hann að Sólveig Anna Jónsdóttir, Viðar Þorsteinsson og Sæþór Benjamín Randalsson hafi verið í fararbroddi lítils hóps innan Eflingar sem leitt hefur ófræðingarherferð gegn SVEIT og sakað þá um svik gagnvart starfsmönnum og launaþjófnað.

„Þá hefur Efling sent forsvarsmönnum fyrirtækja í SVEiT tölvupóst, þar sem krafist var upplýsinga frá fyrirtækjunum, sem Efling á engan rétt til að fá. Í tölvupóstinum var hótað aðgerðum gagnvart fyrirtækjum sem ekki færu að boði Eflingar,“ segir Sigurður og gerir svo uppákomuna á laugardag að umtalsefni.

„Efling lét til skarar skríða síðast liðinn laugardag gegn veitingahúsinu Finnsson í Kringlunni. Húseigandi hafði ekki heimilað Eflingu að halda fund í Kringlunni hvað þá að ráðast að lögmætri starfsemi sem þar fer fram. Frá öllu þessu var skilmerkilega greint í fjölmiðlum, sem leituðu þó ekki eftir afstöðu SVEIT, ef frá er talin Stöð 2.“

Þá bendir hann á að RÚV hafi leitað til sérfræðings í vinnurétti hjá BSRB í kvöldfréttum í gær og sá talið að Efling gæti farið með mál fyrir Félagsdóm.

„SVEIT hefur ítrekað bent á það í málflutningi sínum að það sé dómstóla að leysa úr ágreiningi milli aðila hafi þeir lögvarða hagsmuna. Félagafrelsi er tryggt í stjórnarskrá. Hvorki Efling né Félagsdómur hafa vald til að fjalla um og ákveða hvort SVEIT er lögmætt félag,“ segir Sigurður ómyrkur í máli og bætir við að forsvarsmenn Eflingar virðist gera sér grein fyrir þessu. Þeir ætli með „undirróðri og atlögum“ að einstaka fyrirtækjum að grafa undan starfsemi þeirra.

„Þetta er þekkt taktík stjórnenda og stjórnvalda sem telja sig boðbera og verndara sannleikans um sæluríkið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“

„Örvænting framkvæmdastjórans er orðin ansi mikil – og þá getur það gerst að menn fari að segja ósatt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Félagið Arnarland sé með Garðabæ í vasanum – „Það er verið að setja nýja Kringlu á pinkulítið svæði“

Félagið Arnarland sé með Garðabæ í vasanum – „Það er verið að setja nýja Kringlu á pinkulítið svæði“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íbúar í Seljahverfi og Kórahverfi að ærast vegna sprenginga – „Heimilið mitt nötraði“

Íbúar í Seljahverfi og Kórahverfi að ærast vegna sprenginga – „Heimilið mitt nötraði“
Fréttir
Í gær

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“

Óánægja með svifasein viðbrögð Vegagerðarinnar við holu sem olli miklu tjóni – „Dekkið er handónýtt og ég veit ekki hvort það er meira tjón“
Fréttir
Í gær

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við

Meinta gervistéttarfélagið Virðing rýfur loks þögnina – Segja samning sinn ekki koma Eflingu við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni