fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Ósáttur eftir Íslandsdvölina – „Augljóst að fyrirtækin eru að sækja ofurgróða á hinum ýmsu ferðamannastöðum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 13. janúar 2025 13:30

Okur, vont veður og lélegir vegir. Það er reynsla ferðamannsins af Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður sem kom til Íslands um jólin er ósáttur við dvöl sína. Hann segir að Ísland sé ekki tilbúið að taka við svona mörgum ferðamönnum á veturna.

Ferðamaðurinn lýsir sinni reynslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Sagði hann landslagið æði fagurt en veðrið og færðin og fleira hafi eyðilagt fyrir.

„Það var ekki hægt að koma í veg fyrir slæmt veður og færð en engu að síður var viðbragðið við þessu víða á Íslandi hægt,“ segir ferðamaðurinn. „Bílar voru skildir eftir í vegköntum og mikil hálka á vegum gerði ferðamönnum erfitt fyrir.“

Þá segir hann að vegakerfið allt sé ekki nógu gott. Einkum fjöldi einbreiðra vega.

„Einstaklega þröngir einbreiðir vegir auka á hættuna við að keyra í erfiðum vetraraðstæðum,“ segir hann.

Reyna að fela okurverð

En það var ekki aðeins veðrið og vegirnir sem voru að plaga ferðamanninn. Verðið gerði það líka.

„Okurverðið er beinlínis hamlandi og það er augljóst að fyrirtækin eru að sækja ofurgróða á hinum ýmsu ferðamannastöðum,“ segir hann. „Að reyna að mála yfir þetta með línunni „This Is Iceland“ dugar ekki til að fela græðgina og iðrunarlausa misnotkunina sem sumir sína af sér.“

Segist ferðamaðurinn ekki geta mælt með því að fólk komi til Íslands á veturna. Skipulagið sé það lítið á Íslandi að það sé beinlínis hættulegt.

Þín ábyrgð

Færslan hefur fengið frekar neikvæð viðbrögð frá netverjum. Er ferðamanninum kennt um að hafa ekki kynnt sér aðstæður hér á Íslandi á veturna og að hafa ekki komið betur undir búinn undir þær.

„Þeir [Íslendingar] þurfa ekki að gera ráð fyrir ferðamönnum frekar en þeir vilja. Þeirra land og þeirra reglur,“ segir einn. „Ef fólk vill samt koma þá er það á þeirra ábyrgð. Ísland er frábært. Ég kom í janúar. Ef þú vilt ekki hörkuna þá skaltu ekki koma. Eyddu þínum ferðapeningum annars staðar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“