fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Fjölmargar bifreiðar skemmdar eftir að þeim var ekið ofan í holur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 07:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir því til ökumanna að gæta varúðar en fjölmargar holur í götum virðast hafa gert ökumönnum lífið leitt síðastliðinn sólarhring.

Í kjölfar frosts og kulda og þegar þíða tekur eykst hættan á að holur myndist í vegum, þar með töldum malbikuðum vegum höfuðborgarinnar.

Í skeyti lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu vegna tjóns á minnst þremur bifreiðum eftir að þeim hafði verið ekið í holu á vegi í íbúðahverfi í austurborginni. Að sögn lögreglu var haft samband við veghaldara og honum gert að gera ráðstafanir.

Þá bárust ítrekaðar tilkynningar vegna tjóna á bifreiðum eftir að þeim hafði verið ekið í holur á stofnbraut í austurborginni. Um var að ræða nokkrar holur á kafla vegarins. Að minnsta kosti 9 bifreiðar urðu fyrir tjóni á hjólbörðum og þurftu ökumenn því að skipta um hjólbarða til að halda för sinni áfram. Að sögn lögreglu var veghaldara gert að gera ráðstafanir þar.

„Enn og aftur var óskað aðstoðar lögreglu og nú vegna hættuástands sem var sagt hafa skapast er fjölda bifreiða var ekið í holu í hringtorgi á stofnbraut í austurborginni. Reyndust einnig 9 bifreiðar vera með tjónaða hjólbarða og þurftu ökumenn að skipta um hjólbarða til að halda för sinni áfram. Veghaldari upplýstur og gert að gera ráðstafanir,“ segir í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi