fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. janúar 2025 12:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýðræðið er dautt, eða það heldur Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks. Heimurinn lét það yfir sig ganga að almannarýmið var fært yfir á samfélagsmiðla sem lúta ritstjórnarvaldi og duttlungum milljarðamæringa. Ekki sé við samfélagsmiðlarisana að sakast að enginn áttaði sig á því hvaða þýðingu þetta hefði fyrr en það var orðið of seint.

Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis í gær þar sem Kristinn mætti ásamt Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, til að ræða um ritskoðun á samfélagsmiðlum. Elfa skrifaði á dögunum grein sem vakti athygli á því valdi sem samfélagsmiðlar hafa yfir umræðunni í dag.

Almannarýmið farið

Kristinn segir erfitt að nálgast umræðuna með markvissum hætti enda mikill hugtakaruglingur í gangi. Gjarnan er talað um ritskoðun þegar í raun er talað um ritstýringu.

„Almannarýmið er eitt, til að mynda,“ segir Kristinn og bendir á að í grein sem Elfa birti um almannarýmið hafi hún spurt hvort þjóðin ætli að sætta sig við að milljarðamæringar úti í heimi ráði almannarýminu á Íslandi.

„Fyrirgefið, en við eigum þetta almannarými bara alls ekki lengur. Það er farið. Það er tapað. Eina almannarýmið sem við eigum er Austurvöllur til að halda mótmælafundi eða fara í kröfugöngu niður Laugaveginn – þá má tala um almannarými.

Við erum þarna að tala um örfá einkafyrirtæki sem ráða þessu. Við settum okkar umræðu um þjóðfélagsmál og stjórnmál í þeirra hendur. Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því. Svo ætluðum við að hlaupa eftir á og fara að búa til einhverja stýringu, skikka fyrirtækið til að gera eitthvað A og B. Það er dálítið erfitt. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir því að almannarýmið eins og við þekkjum úr fortíðinni er farið. Það er bara ekki til lengur. Það er sá veruleiki sem við verðum að horfast í augu við.“

Með því að sætta sig við orðinn hlut sé hægt að nálgast þennan vanda með öðrum hætti, en að ná stjórn á almannarýminu er tapaður leikur því almannarýmið eins og við þekktum það er dautt.

Búum í dystópíu nú þegar

Samfélagsmiðlar eru notaðir fyrir öll samskipti í dag, jafnvel til að finna rekkjunauta og finna upplýsingar. Eigendur þessara miðla hafi misnotað það vald sem við gáfum þeim þó að í raun sé erfitt að tala um misnotkun þegar um einkafyrirtæki er að ræða sem ráða hvað þau gera. Þeirra markmið er að ná til sín eins mörgum notendum og hægt er og hámarka tekjur.

Lengi hafi miðlar á borð við Facebook neitað því að beita fólk og samtök skuggabanni til að draga úr vægi þeirra. Loksins þegar faraldur COVID gekk yfir viðurkenndu fyrirtækin þessa háttsemi með því að bjóða stjórnvöldum að beita því til að ritstýra umræðunni um COVID og draga úr svokallaðri upplýsingaóreiðu. Stjórnvöld þáðu þetta með þökkum sem er að mati Kristins ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið á síðari tímum og mannkynið enn að gjalda fyrir hana.

„Þetta er uppáskrift að einhverju disaster. En við erum notabene, sorry, við erum bara í dystópíunni nú þegar. Það er eitt sem við verðum að horfast í augu við. Hvernig bregðumst við við því? Við verðum bara að gera það í skólum og uppeldinu.“

Það þurfi að kenna ungu kynslóðinni að treysta engu sem það les eða heyrir. Staðreyndin sé sú að það er aðför að lýðræðinu að umræðan sé komin inn á vettvang einkafyrirtækja sem eru með lögheimili erlendis. Meira að segja var talað um í forsetakosningunum á Íslandi í vor að það hafi skipt miklu máli að nýta TikTok sem er kínverskur miðill. Kristinn segir að færa megi sterk rök fyrir því að lýðræðið sa farið. „Það má færa sterk rök fyrir því að lýðræðið sé bara dautt.“

„Ég var bara að rifja það upp hérna frammi með Elfu að þegar ég byrjaði í útvarpinu í upphafi 10. áratugar síðustu aldar að þá náðum við yfir 80prósentt þjóðarinnar fyrir framan viðtækin á meðan hún borðaði soðna ýsu og hlustaði á einn fréttatíma. Það er dálítið vandamál á þessum skörunartíma sem við erum á núna að við erum að hugsa til fortíðar og fortíðarhyggju og hvers konartækjumi og tólum við getum beitt til að ná tökum á veruleika dagsins í dag. Það er bara ekki hægt. Ég held að hann sé farinn sá veruleiki.“

Kristinn segist mikið horfa til COVID-tímanna og hvernig samfélagsmiðlar kæfðu niður eðlilega gagnrýni á mjög harðar aðgerðir stjórnvalda í heiminum. Þetta hélt svo áfram þegar umræðan færðist frá veirunni yfir í innrásina í Úkraínu og svo til átakanna á Gaza.

Elfa er öllu bjartsýnni og telur að lýðræðið tóri enn en það þurfi þó eitthvað að breytast. Fjölmiðlar hafi aldrei haft meira vægi en eigi í vök að verjast þegar samfélagsmiðlar soga til sín meirihluta allraauglýsingateknaa í heiminum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Í gær

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Í gær

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Í gær

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“