Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá þessu og hefur eftir nokkum heimildarmönnum sem sagðir eru þekkja til málsins.
Trump tekur á næstu dögum við embætti Bandaríkjaforseta af Joe Biden eftir sigur hans í kosningunum í nóvember. Trump hefur áður lýst yfir vilja sínum til að loka landamærunum við Mexíkó vegna straums ólöglegra innflytjenda yfir landamærin.
Í umfjöllun New York Times kemur fram að Trump sé líklegur til að réttlæta lokun landamæranna með einhvers konar heilsufarsógn – að innflytjendur séu að flytja hættulega sjúkdóma með sér sem ógna bandarískum almenningi.
Fram kemur að ráðgjafar hins verðandi forseta hafi síðustu mánuði leitað logandi ljósi að sjúkdómi til að byggja mál sitt á, þar á meðal berklum og öðrum öndunarfærasjúkdómum. Hafa þeir leitað til landamæraeftirlitsins um að fá dæmi um þá sjúkdóma sem greinst hafa í flóttafólki.
Í umfjöllun New York Times kemur fram að starfslið Trumps hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins vegna málsins.