fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Þéttingaráform í miðborginni samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúa

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 10. janúar 2025 17:00

Lóðin umdeilda en húsið á henni verður stækkað og hækkað upp í þrjár hæðir. Á myndinni sést einnig vel hversu þétt upp við lóðina næstu hús eru nú þegar. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulagstillögu sem heimilar að núverandi húsi á lóðinni við Njarðargötu 61 í miðborginni verði breytt í þriggja hæða fjölbýlishúss og byggingarmagn á lóðinni þar með aukið. Sitt hvoru megin við lóðina eru Lokastígur og Skólavörðustígur en íbúar í næstu húsum við lóðina hafa gert athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir og andmælt þeim ekki síst með vísan til þess að nýja húsið verði það miklu hærra en þeirra hús að það muni skerða birtu og útsýni. Óttast því íbúarnir bersýnilega að verða fyrir sams konar áhrifum og íbúar í fjölbýlishúsi við Árskóga, í Breiðholti, sem urðu fyrir því að vöruhús var reist þétt up við húsið.

Málið í miðborginni á sér nokkurn aðdraganda eins og DV hefur fjallað um á undanförnum misserum. Grenndarkynning  á síðasta ári vegna framkvæmdanna misfórst og íbúar í nágrenninu komu því af fjöllum og fréttu flestir af áformunum þegar frestur til að gera athugasemdir var liðinn.

Allt í háaloft eftir íbúðarkaup í miðbænum

Nokkrar kærur voru lagðar fram til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en þeim var öllum vísað frá þar sem kærufrestur var liðinn.

Uppnám meðal íbúa í miðbænum

Í október síðastliðnum viðurkenndi Reykjavíkurborg að mistök hefðu verið gerð við grenndarkynninguna og hóf allt ferlið upp á nýtt.

Reykjavíkurborg viðurkennir mistök og endurskoðar umdeilda ákvörðun

Samþykkt þrátt fyrir áhyggjur íbúanna

Íbúar í næstu húsum við lóðina fengu því loks tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Áformin voru þrátt fyrir það samþykkt að nýju í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í desember.

Eins og DV greindi þá frá lögðu bæði Minjastofnun og skipulagsfulltrúi borgarinnar til að áformin yrðu samþykkt.

Meðal athugasemda íbúa í húsi við Lokastíg, sem er við hlið lóðarinnar umræddu, var að lífsgæði hans muni versna í ljósi þess að byggingin nýja verði hærri en húsið sem hann býr í en íbúinn lét eftirfarandi orð falla í athugasemdinni:

„Það mun dimma mikið í íbúðinni minni.“

Íbúinn segir að gluggi í svefnherbergi hans verði aðeins um 7-8 metra frá nýju byggingunni og að mun erfiðara verði fyrir hann vegna skertu birtunnar að halda áfram að rækta rifsber í garði hússins eins og hann hafi gert.

Íbúar í fjölbýlishúsi við Skólavörðustíg, sem er beint fyrir aftan umrædda lóð, gerðu einkum athugasemdir við ónæði af völdum framkvæmdanna og skert birtuskilyrði sem þeir vildu meina að rýrði verðgildi íbúða í húsinu.

Óttast að lenda í því sama og íbúar í Árskógum – „Það mun dimma mikið í íbúðinni minni“

Samþykkt aftur

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti áformin ekki síst með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og Minjastofnunar. Fyrrnefndi aðilinn svaraði gagnrýni íbúans í húsinu við Lokastíg á þann veg að skerðing birtu yrði minni fyrir hann eftir að geymsluskúr á lóðinni við Njarðargötu verði fjarlægður en þá verði lengra á milli húsanna. Athugasemdum um skert útsýni svaraði skipulagsfulltrúinn með því að vísa til jákvæðrar athugasemdar Minjastofnunar.

Borgarráð veitti síðan í gær samþykki sitt fyrir áformunum. Meirihlutaflokkarnir samþykktu en fullltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi Flokks Fólksins gagnrýndi samþykktina harðlega í bókun og sagði þetta enn eitt dæmið um að ekki væri hlustað á íbúa borgarinnar þegar kæmi að slíkum málum. Í bókun sinni segir hún meðal annars:

„Það er oft sama hvað fólk gerir athugasemdir við, jafnvel sendir inn alvarlega kvörtun um að verið sé að skerða eignir þeirra, birtumagn, aðgengi, þrengja að bílastæðum og svo framvegis, þá er bara bent á gildandi deiliskipulag og þar við látið sitja. Svoleiðis er einmitt í þessu máli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Rútuslys á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd