fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2025 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustofa og 66°Norður hafa sameinað krafta sína í annað sinn í sérstöku samfélagsátaki undir nafninu Sjáumst//ekki.

Átakið er sett af stað til að vekja athygli á mikilvægi þess að nota endurskinsmerki, vera sýnileg í myrkrinu á dimmustu dögum ársins og auka þannig öryggi í umferðinni. 

Strætóskýli borgarinnar og samfélagsmiðlar eru nú prýdd svartklæddum módelum sem sjást aðeins þegar staðið er nálægt þeim eða þegar birtuskilyrði eru sem best. Þessu má líkja við það sem gerist þegar gangandi vegfarendur eru án endurskins í myrkrinu. 

„Þetta er þarft samfélagsverkefni á þessum stystu dögum ársins og við erum þakklátt 66°Norður að vinna að þessu með okkur. Það er mikilvægt að bera endurskinsmerki á þessum tíma en ökumenn sjá fótgangendur með endurskin um fimm sinnum fyrr en ella og á ökumaður því mun meiri möguleika á að forðast slys. Við vonum að átakið hvetji sem flesta til að tileinka sér notkun þeirra,“ segir Gunnar Geir Gunnarsson hjá Samgöngustofu. 

Með átakinu fylgir myndband sem ber nafnið Sjáumst//ekki og  vekur athygli á nauðsyn endurskinsmerkja.

Vefur átaksins: sjaumst.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“

Sólveig Anna urðar yfir woke-ið og Hallgrím í hressilegum orðaskiptum – „Woke er ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“

Fyrrum samherji og vinur Elon Musk varar við honum og telur að þetta sé áætlun hans – „Hann er hættulegur, mjög mjög hættulegur“
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk

Daði Már vill hæft fólk í stjórnir – Inga skipaði bara sitt fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir

Sólveig gerir upp Eflingar-dramað – Segir starfsmann hafa heimtað fjögurra ára starfslokasamning upp á 55 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi

Landsréttur þyngdi dóm yfir Kristjáni Helga Ingasyni fyrir vændiskaup af unglingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“