fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Fyrst voru það hermenn frá Norður-Kóreu – Nú sækir Pútín hermenn í aðra heimsálfu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. janúar 2025 07:00

Rússneski ráðningarstjórinn með nýráðnum afrískum og arabískum hermönnum. Mynd:Dagbladet.no

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar norðurkóreskir hermenn voru sendir til að berjast með Rússum í Úkraínu. Ástæðan fyrir komu þeirra er að mannfall Rússa er mjög mikið og þeir eiga í erfiðleikum með að fylla í skörðin. Nú er Vladímír Pútín farinn að sækja sér hermenn í aðra heimsálfu.

Dagbladet segir að á Telegram sé sérstök rás þar sem rússnesk kona vinnur að því að fá arabískumælandi menn til að ganga til liðs við rússneska herinn. Hún lofar þeim rússneskum ríkisborgararétti, milljónum rúbla og ýmsum hlunnindum.

Þetta virðist virka, því margir ungir menn hafa gengið til liðs við rússneska herinn og margir þeirra hafa fallið á vígvellinum í Úkraínu að sögn Dagbladet.

Konan lofsamar hermennina í færslum sínum á Telegram og segir þá meðal annars vera „hetjur“.

„Mohammed, okkar kæri vinur. Ég er stolt af þér. Þú ert sannur Rússi,“ segir hún til dæmis í einni færslu þar sem mynd af svörtum manni fylgir með. Hann er með stóra vélbyssu og skotfærabelti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför