fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem er talinn glíma við andfélagslega persónuleikaröskun hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. janúar. Hann er grunaður um fjölda ofbeldisbrota og talinn hættulegur öðrum.

Þann 2. desember barst lögreglu tilkynning um vopnaðan mann sem hafði reynt að ráðast á tvo aðra aðila. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn mjög æstur. Hann kastaði frá sér hnífnum, öskraði á lögreglumenn og gerði sig líklegan til að ráðast á þá. Hann var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, enda var þarna bara um enn eitt brotið að ræða í langri brotahrinu. Þennan dag hafði maðurinn hótað brotaþolum sínum lífláti og ógnað með hníf. Hann braut glugga með því að kasta grjóti og reyndi að sparka niður útidyrahurð. Brotaþolum tókst að loka hurðinni og leituðu til lögreglu.

Löng brotahrina

Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms hafði maðurinn ítrekað komist í köst við lögin að undanförnu. Meðal annars hafði lögregla ítrekað komið að honum vopnuðum hníf eða kúbeini. Hann hafði ítrekað ráðist á fólk, þar með talið sína eigin móður en eins fólk sem er honum með öllu ótengt. Hann hafði ítrekað ráðist á lögreglumenn, lamið með lögreglukylfum og bitið lögreglumann í lærið. Hann hafði eins ítrekað valdið eignaspjöllum með ýmsum hætti og verið gripinn með fíkniefni á sér. Hann hafði eins hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti.

Maðurinn var handtekinn tvisvar í júlí á síðasta ári, þrisvar í ágúst, tvisvar í september, einu sinni í október og nóvember og loks tvisvar í desember. Samkvæmt úrskurði hafði lögregla 9 mál gegn manninum til meðferðar þar sem hann hefur ýmist játað sök að fullu, að hluta eða borið við minnisleysi.

Maðurinn hefur þar að auki í tvígang hlotið dóma þar sem ákvörðun refsingar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Annars vegar árið 2022 og hinsvegar árið 2023, og því grunaður um að hafa ítrekað brotið gegn skilorði.

Ræðir brot sín án svipbrigða

Geðmat hefur farið fram á manninum og taldi læknirinn að þó maðurinn sé ekki svo veikur á geði að hann hafi verið ófær um að stjórna gerðum sínum eða að ólíklegt sé að refsing beri árangur þá séu verulegar líkur á því að hann haldi brotahrinu sinni áfram.

Geðlæknirinn tók fram að maðurinn hefur frá ungum aldri verið í verulegum erfiðleikum með hegðun og atferli.

„Hegðun hefur verið markalaus, með slagsmálum og brotum á reglum samfélagsins. Hann ræðir þau afbrot sem hann er sakaður um án þess að sýna iðrun og lýsir ofbeldisverkum án svipbrigða og skýrir út að honum sé sama um áhrif þeirra á aðra. Virðist ekki hafa sektarkennd gagnvart neinum þessara hluta.“

Maðurinn átti sig á því að brot hans geti leitt til refsingar, honum sé þó alveg sama. Tilhugsunin um fangelsi fæli hann ekki frá glæpum. Hann hafi sýnt skýr. merki um andfélagslega persónuleikaröskun. Geðlæknirinn tók fram að erfitt væri að átta sig á því hversu mikinn þátt fíknisjúkdómur mannsins spilar í hegðun hans, hegðun sem hafi verið hömlulítil. Maðurinn láti sér á sama standa um afleiðingar gjörða sinna og hvaða áhrif þær hafa á aðra. Það sé því brýnt að stöðva þennan vítahring ofbeldisverka og aðstoða hann við að hætta neyslu.

Yfirgnæfandi líkur á frekari brotum

Áhættumat fór fram í nóvember og er talin stafa mikil hætta af manninum og hætt við stigmögnun. Maðurinn eigi erfitt með að nýta sér faglega aðstoð og það séu engin úrræði í boði fyrir hann. 

Lögregla tók fram í kröfu sinni um áframhaldandi gæsluvarðhald að maðurinn hafi sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og eins hafi hann verið ógnandi og hótað lögreglumönnum. Hann hafi ítrekað orðið uppvís að því að vera vopnaður á almannafæri og er hann sé mjög óútreiknanlegur. Hann veigri sér ekki við að fremja ítrekuð ofbeldisbrot á samborgara sína, sem og lögreglu, og stofnar með því lífi og heilsu annarra í hættu. Virðist í mörgum tilvikum tilviljun ein ráða því hver verður fyrir árásum hans. Því sé brýnt að láta hann sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans eru til meðferðar hjá lögreglu.

Dómari tók fram að nú séu níu mál til meðferðar hjá lögreglu gegn manninum. Yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi brotastarfsemi sinni áfram fari hann frjáls ferða sinna. Manninum var því gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til mánudagsins 27. janúar. Úrskurðurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur þann 30. desember og staðfestur í Landsrétti þann 3. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni