fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 08:53

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefur sagt upp störfum hjá Stöð 2. Hún var hjá fyrirtækinu í sextán ár og skilur við það með þakklæti í hjarta.

Þetta kemur í kjölfar tíðinda um að Eva Georgs. Ásudóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er einnig að hætta hjá fyrirtækinu. Hún hefur starfað á stöðinni frá árinu 2005.

Sigrún greindi frá tímamótunum á Facebook.

„Allt hefur sinn tíma og eftir sextán dásamleg ár á Stöð 2 hef ég ákveðið að segja upp störfum og leita á önnur mið. Þið eruð þó ekki laus við mig af skjánum alveg strax því ég er með nýja þáttaröð í vinnslu um stóru augnablikin í lífinu sem mun líta dagsins ljós eftir páska.

Þessi ákvörðun var erfið enda hafa Stöðvar 2 árin verið þau bestu og viðburðaríkustu í mínu lífi og vinnustaðurinn á stóran þátt í því. Ég mun því skilja við hann og samstarfsfólkið með miklum söknuði, en full þakklætis.

Ég þigg allar ábendingar um spennandi störf. Er góð í ýmsu, ágæt í sumu, en ekkert spes í boltaíþróttum.“

Fókus óskar henni velfarnaðar á þessum tímamótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar