Anna Stefanía Helgudóttir er 43 ára fimm barna móðir sem greindist með krabbamein í lok nóvember á síðasta ári. Þurfti hún á bráðaaðgerð að halda, en nú í vikunni fékk hún þá niðurstöðu að meinið hefði dreift sér og framundan er dýrt ferli. Þrjú barna Önnu búa hjá henni og eru þau 13, 16 og 18 ára. Auk þess á Anna sex stjúpbörn úr fyrra sambandi. Framundan er dýrt ferli og fjárhagsstaðan erfið.
Vinkona hennar, Sigríður Jóhannsdóttir, hefur sett af stað söfnun fyrir Önnu, þar sem hún biðlar til þeirra sem tök hafa á að leggja Önnu lið.
„Krabbamein! Ég á yndislega og hjartahlýja vinkonu sem var að greinast með krabbamein og staðan er það slæm að hún fór í bráðaaðgerð innan við mánuð frá greiningu (greindist í enda nóvember) og var sagt að meinið væri millimetra frá eitlum, en svo var ekki raunin, það þurfti að taka 58 eitla og legnám en það dugði ekki til. Fréttirnar komu í gær að meinið er búið að dreifa sér og er strax búið að móttaka beiðni á geisladeild Landsspítalans og þarf hún að hefja lyfjagjöf samhliða því í von um að ná að sigra þennan bardaga. Þetta er ógeðslega dýrt ferli og langar mig til að biðla til ykkar sem getið að leggja henni lið. Þetta er ekki tími i lífi neins til að hafa áhyggjur af fjármálum, hvort hún eigi að sleppa meðferðunum til að eiga til mat fyrir börnin sín þrjú en samt er hún að farast úr áhyggjum. Ef þið sjáið ykkur fært um að leggja eitthvað smáræði inn á reikning á hennar nafni þá léttir það helling.“
Banki : 0115 – 05 – 073388
Kennitala :1608814029
Nafnið hennar er : Anna Stefanía
„Anna Stefanía er kona sem er til staðar fyrir alla og hefur alltaf sett sjálfa sig í síðasta sæti. Okkar vinátta einkennist af því að við erum sálusystur,“
segir Sigríður í samtali við DV um vinkonu sína. Sigríður segir að Anna hafi fyrst greinst með leghálskrabbamein og hafi hún verið send í bráðaaðgerð til að fjarlægja legið.
„Aðgerðin átti bara að vera legnám sem átti að taka fjóra tíma en Anna endaði á skurðborðinu í rúma sjö tíma og þurfti að fjarlægja 58 eitla og nú er komin sú staða að krabbinn dreifði sér í eitlana.“
Anna átti fund hjá læknateymi síðasta þriðjudag og bíður nú eftir símtali með næstu skref. Beiðni fyrir hana er komin inn á geisladeild og næst er lyfja- og geislameðferð.
Þeir sem tök hafa á að styrkja Önnu í ferlinu geta lagt inn á framangreindan reikning. Margt smátt gerir eitt stórt.