fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að þetta geti hjálpað til við að binda enda á stríðið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 04:13

Volodymyr Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali, sem Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu veitti úkraínskri sjónvarpsstöð fyrir helgi, sagði hann að það hversu „óútreiknanlegur“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé geti hjálpað til við að binda enda á stríðið í Úkraínu.

„Hann er mjög öflugur og óútreiknanlegur og ég get vel hugsað mér að sjá þennan ófyrirsjáanleika Trump gilda fyrir Rússland. Ég held að hann vilji gjarnan binda enda á stríðið,“ sagði Zelenskyy í viðtalinu.

Trump, sem tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar, hefur sagt að hann vilji binda enda á stríðið í Úkraínu en það hefur staðið yfir í tæp þrjú ár. Trump hefur gengið svo langt að segja að hann muni binda enda á stríðið á „24 klukkustundum“ þegar hann tekur við völdum.

„Það verður að koma á vopnahléi samstundis og samningaviðræður eiga að hefjast,“ skrifaði Trump á Truth Social í desember.

Þessi ummæli Trump hafa vakið upp efasemdir og áhyggjur í Úkraínu. Óttast Úkraínumenn að þeir verði að láta land af hendi í staðinn fyrir frið.

Zelenskyy hefur reynt að byggja brú til Trump og verðandi stjórnar hans en hann og aðrir Úkraínumenn óttast að Trump og Repúblikanar muni skera mikið niður í hinum mikla hernaðarstuðningi sem Bandaríkin veita Úkraínu eða muni í versta falli hætta algjörlega að styðja varnarbaráttu Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Í gær

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim