fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að þetta geti hjálpað til við að binda enda á stríðið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 04:13

Volodymyr Zelenskyy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtali, sem Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu veitti úkraínskri sjónvarpsstöð fyrir helgi, sagði hann að það hversu „óútreiknanlegur“ Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sé geti hjálpað til við að binda enda á stríðið í Úkraínu.

„Hann er mjög öflugur og óútreiknanlegur og ég get vel hugsað mér að sjá þennan ófyrirsjáanleika Trump gilda fyrir Rússland. Ég held að hann vilji gjarnan binda enda á stríðið,“ sagði Zelenskyy í viðtalinu.

Trump, sem tekur við forsetaembættinu þann 20. janúar, hefur sagt að hann vilji binda enda á stríðið í Úkraínu en það hefur staðið yfir í tæp þrjú ár. Trump hefur gengið svo langt að segja að hann muni binda enda á stríðið á „24 klukkustundum“ þegar hann tekur við völdum.

„Það verður að koma á vopnahléi samstundis og samningaviðræður eiga að hefjast,“ skrifaði Trump á Truth Social í desember.

Þessi ummæli Trump hafa vakið upp efasemdir og áhyggjur í Úkraínu. Óttast Úkraínumenn að þeir verði að láta land af hendi í staðinn fyrir frið.

Zelenskyy hefur reynt að byggja brú til Trump og verðandi stjórnar hans en hann og aðrir Úkraínumenn óttast að Trump og Repúblikanar muni skera mikið niður í hinum mikla hernaðarstuðningi sem Bandaríkin veita Úkraínu eða muni í versta falli hætta algjörlega að styðja varnarbaráttu Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi