fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Segir að metsölulisti Félags bókaútgefenda sé ómarktækur – Ástæðan er sláandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 14:30

Þórarinn Eldjárn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra bókaútgefenda, Fíbút,  hefur birt metsölulista síðasta árs. Vísir greinir frá. Ferðalok Arnaldar Indriðasonar er í fyrsta sæti, „Ég læt sem ég sofi“ eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og Stefán Máni er í þriðja sæti með bókina „Dauðinn einn var vitni“.

Þórarinn Eldjárn, einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar, vekur athygli á því að sala í verslunum Pennans/Eymundssonar er ekki með í þessari talningu. Telur Þórarinn þetta gera listann ómarktækan. Þórarinn ritar á Facebook:

„Félag bókaútgefenda var að gefa út meintan metsölulista bóka fyrir árið 2024. Vert er að vekja athygli bókaunnenda á því furðuverki að þar er aldrei talin með sala í verslunum Pennans/Eymundssonar, 16 alls, starfræktum allt árið víða um land.“

Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Fíbút, svarar Þórarni:

„Pennanum hefur alltaf boðist þátttaka en hafa kosið að vera með sinn lista og hafnað þátttöku í heildarlista. Má ekki allt eins líta það jákvæðum augum?“

Þórarinn Eldjárn spyr þá Bryndísi hvort Fíbút þyki jákvætt að vera með ómarktækan lista.

Þess má geta að Penninn/Eymundsson hefur líka birt sinn metsölulista ársins 2024. Þar er sama bók og á Fíbút-listanum í efsta sæti, Ferðalok eftir Arnald Indriðason, en í öðru sæti er Guðrún Eva Mínervudóttir með skáldsögu sína, „Í skugga trjánna“, og Yrsa er í þriðja sæti með „Ég læt sem ég sofi“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng