fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Pétur Atli Árnason dæmdur í yfir fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 15:21

Héraðsdómur Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pétur Atli Árnason hefur verið dæmdur í fimm ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir tvö brot. Annars vegar fyrir manndrápstilraun og hins vegar fyrir hótanir og líkamsárás.

Annars vegar var ákært fyrir atvik sem átti sér stað 11. júní síðasta sumar fyrir utan hús á Vestfjörðum (nákvæmari staðsetning hreinsuð úr dómi). Var Pétur sakaður um að hafa ráðist að manni með vasahnífi og stungið hann fjórum sinnum í búk og útlimi og þannig reynt að svipta hann lífi. Við atlöguna hlaut brotaþoli lífshættulegan stunguáverka ofarlega á framanverðu hægra læri og stunguáverka á aftanverðum hægri upphandlegg, ofarlega á baki og mjóbaki.

Pétur játaði verknaðinn en neitaði sök um brotið þar sem hann bar við að hafa beitt sjálfsvörn, brotaþolinn hefði ráðist á hann fyrst. Það var mat dómara að framburður Péturs um sjálfsvörn væri ekki í samræmi við gögn málsins.

Hins vegar var Pétur ákærður fyrir brot framið um mitt sumar árið 2022. Atvikið átti sér stað í herbergi fyrir starfsmenn í Staðarskála N1 í Húnaþingi. Var Pétur sakaður um að hafa ógnað konu með hnífi með 19 cm löngu og beittu hnífsblaði, „með því að ganga upp að brotaþola með hnífinn og þannig vakið ótta hjá henni um líf og velferð og í framhaldi gripið í brotaþola, togað í hana, ýtt henni upp að vegg og hrint henni tvisvar sinnum aftur á bak svo hún féll aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hún hlaut eymsli á vinstri öxl og hægri mjöðm og marbletti á vinstri sköflungi, vinstri olnboga og hægri kálfa,“ eins og segir í ákæru.

Varðandi þetta brot viðurkenndi Pétur að hafa tekið upp hnífinn og beint að brotaþola en hann hafi ekki haft ásetning um að hóta konunni eða ógna henni með hnífnum. Dómara þótti sá framburður ekki vera trúverðugur.

Niðurstaðan var sakfelling og Pétur dæmdur í fangelsi í fimm ár og þrjá mánuði. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða manninum sem hann stakk með hnífi tvær milljónir króna og konunni sem hann ógnaði í Staðaskála 300 þúsund krónur.

Dóminn, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Vestfjarða, má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar