fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Nokkrar líkur á gosi á Vesturlandi og það nálægt byggð

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 20:00

Þorvaldur Þórðarson. Myndin er skjáskot úr viðtali Þorvaldar við Samstöðina í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gos á Vesturlandi, jafnvel nálægt byggð, er raunhæfur möguleiki i náinni framtíð, ef marka má viðtal Bylgjunnar við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing. Skjálftavirkni hefur verið í Ljósufjallakerfinu undanfarið en það teygir sig yfir stórt svæði, yfir um 90 km, frá Grábrók og vestur í Berserkjahraun. Grábrók er við hliðina á Bifröst í Borgarfirði en Berserkjahraun er mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.

Bylgjufólk spurði Þorvald hvað væri í gangi í Ljósufjöllum núna.

„Það sem menn hafa verið að sjá er undir Grjótavatni, þá hefur verið skjálftavirkni sem byrjaði í nóvember á síðasta ári, á svona 20 km dýpi.“

Hvað þýðir það?

„Það þýðir í rauninni – það þýðir náttúrulega ýmislegt, en það er í neðri skorpunni, frekar neðarlega og frekar djúpt. Og þetta er þá kvika sem hefur verið að koma að neðan, af enn meira dýpi. Úr möttlinum og safnast þarna fyrir. Það er eins og þetta hafi byrjað þarna í nóvember og síðan hefur þessi skjálftavirkni verið að færast dálítið upp á við, hún er komin upp á 10 km dýpi.“

Er kvikan að brjóta sér leið upp á yfirborðið?

„Hugsanlega. Mér finnst þetta allt benda til þess, við fengum þarna smá órópúls og annað sem bendir til þess að það er kvika þarna á hreyfingu sem er að reyna að færa sig ofar í skorpuna. Við vitum það líka frá fyrri rannsóknum að kvika á þessu svæði og Snæfellsnesinu, hún safnast fyrst á 20 km dýpi, síðan færir hún sig upp á 10 km dýpi og þegar hún er komin þangað þá hefur hún tendens til að koma beint upp. Sviðsmyndin er þannig að það er allt sem bendir til þess að kerfið sé að búa sig undir eldgos, hvort sem þetta endar í eldgosi eða ekki. En það er allavega komið af stað.“

Síðast gaus á svæðinu skömmu eftir landnám.

Viðtal Bylgjunnar við Þorvald má hlýða á hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng