fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

María Ögn kærði líkamsárás en málið fór ekkert lengra – „Fyr­ir hverj­um er ég?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 18:30

María Ögn Guðmundsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Ögn Guðmundsdóttir hefur í tvo áratugi verið ein fremsta hjól­reiðakona lands­ins . Maria Ögn sem er 43 ára segist nú standa á tímamótum á hjólreiðaferlinum og í viðtali við Bjarna Helga­son ræðir hún íþrótta- og hjól­reiðafer­il­inn, at­vinnu­mennsk­una og framtíðina.

Í viðtalinu rifjar María Ögn upp atvik árið 2020 þegar hún og sambýlismaður hennar urðu fyrir líkamárás í hjólaferð frá Þingvöllum. Segist hún hafa kært atvikið en ekkert hafi verið gert með kæruna.

Parið var að hjóla heim frá Þing­völl­um ásamt fé­laga þeirra.

„Það koma þarna krakk­ar á tveim­ur bíl­um og þau ákveða að keyra al­veg upp að Haf­steini og slá hann í and­litið með hvítri snúru út um bíl­glugg­ann.

Það verður til þess að hann fip­ast og hjólið mitt fer í hans hjól. Ég er ná­lægt því að detta en næ að halda mér með því að setja fót­inn út. Fót­ur­inn fer nán­ast í bíl­inn fyr­ir aft­an okk­ur og ég held að fáir aðrir en ég hefðu getað bjargað sér út úr þess­um aðstæðum. Þarna var ég að fara detta und­ir Land Cruiser en næ að bjarga mér. Þetta var stórt áfall en við ákveðum svo að hringja í lög­regl­una.“

María Ögn segir að um kort­eri síðar hafi  ákveðin sturlun komið yfir hana.

„Af hverju er ráðist svona á mann? Fyr­ir hverj­um er ég? Þetta var lík­ams­árás og ég fór heim og knúsaði litla barnið mitt. Ég var ógeðslega reið eft­ir þetta. Við kærðum þetta en það fór ekk­ert lengra þannig að það var ekk­ert gert í þess­ari lík­ams­árás.

Svona er þetta en það er alltaf að verða minna og minna um þetta. Það er líka leiðin­legt að tala um þetta því þá finnst manni eins og að heift­in verði meiri.“ 

Horfa má á viðtalið við Maríu Ögn hér.

María Ögn Guðmundsdóttir
Mynd: Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“