fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lagabreyting er merki um „mikinn vanda“ í Rússlandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 06:30

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Nú hafa þeir fengið aðstoð asna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikhail Misjustin, forsætisráðherra Rússlands, felldi á síðasta ári lög úr gildi sem kváðu á um eingreiðslu til rússneskra fanga ef þeir gengu til liðs við rússneska herinn.

Samkvæmt lögunum, þá fékk sérhver fangi sem svarar til um hálfrar milljónar íslenskra króna fyrir að skrá sig í herinn og fara til Úkraínu til að berjast með rússneska innrásarliðinu.

Úkraínska leyniþjónustan segir að þetta sé merki um „mikla krísu“ í rússneska efnahagslífinu.

Leyniþjónustan segir að frá því að innrásin hófst og þar til í nóvember á síðasta ári hafi á bilinu 140.000 til 180.000 rússneskir fangar gengið í herinn til að berjast í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“