fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Heimili Harry og Meghan á hááhættusvæði – Gætu þurft að rýma tafarlaust

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 14:38

Harry og Meghan Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarmiklir skógareldar geisa nú í Los Angeles í Kaliforníu og hefur að minnsta kosti 30 þúsund íbúum Los Angeles og nágrennis hefur verið gert að flýja heimili sín vegna skógareldana. Vatnsskortur er farinn að gera vart við sig og óttast yfirvöld það versta, eins og DV greindi frá í morgun.

Sjá einnig: Los Angeles brennur og stjörnurnar flýja – Skelfileg staða á svæðinu

Svo virðist sem heimili Harry Bretaprins og Meghan Markle, risastórt höfðingjasetur í Montecito, sem og önnur hús á svæðinu, geti verið í hættu vegna eldanna og stóðu hjónin frammi fyrir brottflutningi í dag. Um 140 km eru á milli Montecito og Pacific Palisades þar sem ástandið var verst fyrr í dag.

Heimili fjölskyldunnar

Rafmagnsfyrirtæki í kringum Montecito lögðu til á miðvikudag að stöðvun rafmagns væri möguleg. Talsmaður Suður-Kaliforníu Edison (SCE), sem er ein stærsta orkuveitan á svæðinu sagði að fyrirtækið væri „að íhuga stöðvun þjónustu vegna almenningsöryggis í hlutum Santa Barbara sýslu vegna aukinnar hættu á skógareldum “. Hann staðfesti að búið væri að tilkynna viðskiptavinum, meðal annars í Montecito, um stöðuna.

Heimilisfang hjónanna er á „hááhættusvæði vegna elda“ (e. High Fire Risk Area) og „getur verið lokað fyrir rafmagn meðan á PSPS stendur til að koma í veg fyrir skógarelda,“ bætti talsmaðurinn við. Um 10.000 manns búa í Montecito sem er með ströngt eldvarnarkerfi sem tryggir allt frá því að hreinsa upp þurrkuð laufblöð til að setja upp eldvarnakerfi í hverri byggingu.

Hjónin keyptu heimili sitt fyrir 14,65 milljónir Bandaríkjadala sumarið 2020 og búa þar með syninum Archie, fimm ára, og þriggja ára dóttur Lilibet.

Hjónin virðast sæta gagnrýni fyrir hvað sem þau gera og ákveða og hafa ítrekað verið  gagnrýnd af umhverfisverndarsinnum fyrir að viðhalda gróskumiklum görðum á svæði þar sem vatnsskortur er algengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar