fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Frakkar vara Trump við vegna Grænlands – Tekið verði hart á Bandaríkjamönnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 12:30

Trump vill komast yfir Grænland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið mun ekki taka því þegjandi og hljóðalaust ef ráðist verður á landamæri fullvalda ríkja sambandsins.

Þetta segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands, í tengslum við umræðu þess efnis að Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, geti hugsað sér að ná yfirráðum yfir Grænlandi með hervaldi.

Grænland fékk heimastjórn frá Danmörku árið 1979 en er sjálfstjórnarsvæði innan dönsku ríkisheildarinnar.

Trump neitaði að útiloka það á mánudag að hervaldi kynni að verða beitt til að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Barrot sagði í morgun að hann hefði ekki miklar áhyggjur af því að Bandaríkin myndu ráðast inn í Grænland en ef ske kynni varar hann Bandaríkin við.

„Það er kristaltært að Evrópusambandið myndi ekki leyfa öðrum þjóðum að ráðast á landamæri fullvalda ríkja, sama hver þau eru. Við erum sterk heimsálfa,“ sagði hann.

„Ef þú spyrð mig hvort ég haldi að Bandaríkin muni ráðast inn í Grænland er svar mitt nei. En erum við á leið inn í tíma þar sem segja má að hinir sterkustu lifi af? Við því er svar mitt já.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar