fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Build-A-Bear kemur til Íslands

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. janúar 2025 16:19

Build A Bear

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bangsaaðdáendur geta nú farið að láta sig hlakka til því í febrúar mun Hagkaup opna Build-A-Bear bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Build-A-Bear þar sem viðskiptavinurinn býr til sinn eigin persónulega bangsa hefur náð miklum vinsældum um allan heim.

Á vef Hagkaupa segir að ,,fjölskyldur geta látið sig hlakka til að velja uppáhalds bangsann sinn og taka þátt í táknrænni athöfn þar sem hjarta er sett í bangsann um leið og þau óska sér. Bangsinn getur síðan verið klæddur upp með fjölbreyttu úrvali af skóm, fatnaði og fylgihlutum. Að lokum er útgefið nafnskírteini fyrir bangsann til staðfestingar á „afmælisdegi“ hans. Allt er hannað til að skapa minningar sem endast, líkt og Build-A-Bear er þekkt fyrir.”

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups segir spenntur fyrir böngsunum og nýja vörumerkinu: 

,,Við erum virkilega spennt og stolt af því að fá þetta frábæra vörumerki inn í vöruúrvalið okkar í Hagkaup. Við höfum síðustu ár lagt mikla áherslu á það að bæta upplifun viðskiptavina okkar í verslunarferðum sínum til okkar og nú er komið að því að bæta þessari einsöku upplifun við flóruna í einni stærstu leikfangadeild landsins. Það þekkja flestir Build-A-Bear og margir sem eiga góðar minningar tengdar vörumerkinu, svo það verður sannarlega gaman að geta opnað dyr Íslendinga fyrir skemmtilegum heim Build-A-Bear í Hagkaup Smáralind.”

,,Við erum himinlifandi yfir því að fá tækifæri til að kynna Build-A-Bear fyrir Íslendingum. Build-A-Bear er meira en bara verslun, það er staður þar sem fólk á öllum aldri getur skapað ógleymanlegar minningar og notið einstakrar upplifunar. Með því að hefja starfsemi á Íslandi erum við að bæta smá gleði og hlýju í lífið, styrkja tengsl og dreifa brosum á þann hátt sem samræmist menningu og anda þessa fallega lands.” segir Gitte Lykkegaard, vörumerkjastjóri Build-A-Bear.

Fyrsta Build-A-Bear verslunin opnaði í Saint Louis árið 1997 og eru nú 500 búðir víðs vegar um heiminn.

Hægt að fylgjast með hér á Facebook síðu Build-A-Bear.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Í gær

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Fréttir
Í gær

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Í gær

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Í gær

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins
Fréttir
Í gær

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni

Blóðidrifin saga Yms – Stakk föður sinn og banaði móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar

Grunaður um hrikalegar misþyrmingar á konu – Áverkar meðal annars eftir hníf og hamar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað