fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Ölgerðin og Kjörís leiða hækkanir í byrjun árs

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 15:46

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu verðhækkanir ársins birtast nú á verðmiðum landsins. Vörur frá Ölgerðinni og Kjörís hækka mest, Ölgerðin um rúmlega 4% og Kjörís um tæplega 3%.

Kemur þetta fram í nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ.

Af vörum Kjörís er það tveggja lítra vanillumjúkís í Prís sem hækkar mest. Þrátt fyrir hækkunina er hann enn ódýrastur í Prís, samkvæmt nýjustu tölum, en hann hafði verið þó nokkru ódýrari en í Bónus fyrir áramót.

Verð á appelsíni og malti frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar var mun lægra í Bónus og Krónunni í desember en mánuðina á undan. Nú hefur það hækkað í það verð sem var í boði í september-október. Appelsínið eitt skýrir um fimmtung hækkunar á meðalverði Ölgerðarinnar milli mánaða.

Útsala á hátíðarbuffi lækkar verð lítillega

Þó ber ekki aðeins á verðhækkunum, heldur einnig lækkunum. Til dæmis veldur eftirjóla-útsalan á Lindu hátíðarbuffi því að meðalverð á Góu-Lindu-vörum lækkar lítillega milli desember og janúar.

Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins hækkar um 0,3% milli desember og janúar það sem af er mánuði en sú hækkun gefur vísbendingar um verðhækkun dagvöru í vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir þónokkuð umfang verðhækkana í byrjun árs er ekki að sjá merki um aukinn verðbólguþrýsting. Til samanburðar hækkaði matvöruverð á sama tímabili í fyrra um 0,5% samkvæmt Hagstofu Íslands, og yfir allan janúar um 0,6% í mælingum verðlagseftirlitsins.

Verðhækkanir skýrast ekki af alþjóðlegri þróun

Verð á hrávöru hækkaði mikið í kjölfar heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu snemma árs 2022. Þessar hækkanir voru meðal þess sem ýtt hefur undir mikla verðbólgu hér á landi og víðar. Verulega dró úr hækkunum á hrávöru á síðasta ári og eru dæmi um að miklar hækkanir áranna 2022-2023 hafi gengið til baka. Þó enn séu einstakar hrávörur sem hafi hækkað í verði, hefur hrávöruverð matvöru að jafnaði lækkað milli ára, um 2% á síðasta ári. Ýmsar hrávörur sem notaðar eru til framleiðslu hér á landi, t.d. olía og áburður lækkuðu einnig á síðasta ári.

Þessar lækkanir endurspeglast að einhverju leyti í lækkun á vöruverði frá t.d. Gestus og Grön Balance. Verð á vörum Gestus hefur lækkað um 2,5% frá undirritun kjarasamninga í mars í fyrra. Verð á vörum Grön balance lækkaði milli mánaða um tæplega 2,5%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng