fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Miklar vangaveltur – Mun Trump senda hermenn til Mexíkó?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg ummæli Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, á síðasta ári hafa vakið áhyggjur og vangaveltur meðal mexíkóskra stjórnmálamanna og embættismanna. Mun hann gera alvöru úr hótunum sínum um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin og inn í Mexíkó til að berjast við eiturlyfjahringi eða voru þetta bara innantóm kosningaloforð?

„Það verður ekki innrás. Það mun ekki gerast,“ sagði Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, nýlega á fréttamannafundi að sögn Wall Street Journal.

Þrátt fyrir þessa fullyrðingu hennar, þá hafa margir valdamiklir Repúblikanar, þar á meðal verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gert hernaðaraðgerðir gegn eiturlyfjahringjunum í Mexíkó að umræðuefni hvað eftir annað.

Ræða, sem Trump hélt nýlega, hefur orðið til þess að viðvörunarbjöllur hringja í Washington D.C. og Mexíkóborg.

Í kosningabaráttunni var eitt helsta áherslumál Trump að hann vilji stöðva flæði fentanýls inn í landið. Þetta banvæna efni hefur á síðustu áratugum valdið skelfilegum faraldri í landinu og orðið fleirum að bana en nokkuð annað fíkniefni. 2023 létust 76.000 af völdum ofneyslu efnisins samkvæmt tölum frá bandarískum yfirvöldum.

Valdamikil glæpasamtök og eiturlyfjahringir fara með völdin í um þriðjungi Mexíkó að sögn Wall Street Journal sem segir að nær útilokað sé að greina á milli yfirvalda og glæpagengjanna sem berjast hvert við annað um yfirráð yfir landsvæðum og smyglleiðum fíkniefna.

Talið er að 200.000 Mexíkóar hafi verið drepnir á síðustu sex árum í átökum glæpagengja og að um 50.000 hafi horfið sporlaust.

Bandarísk yfirvöld segja að megnið af því fentanýli, sem er notað í Bandaríkjunum, komi frá Mexíkó.

Á fyrri forsetatíð sinni viðraði Trump hugmyndir um að skjóta flugskeytum á framleiðslustaði fíkniefna í Mexíkó en að sögn tókst Mark Esper, þáverandi varnarmálaráðherra, að tala hann af þessu.

Í kosningabaráttunni síðasta haust sagðist Trump vilja beita hernum gegn mexíkóskum eiturlyfjahringjum til að koma í veg fyrir flæði fíkniefna yfir landamærin. Hann hét því einnig að setja eiturlyfjahringina og leiðtoga þeirra á lista yfir erlenda hryðjuverkamenn. Á þessum lista eru fyrir samtök á borð við Hamas og al-Kaída.

Spænska dagblaðið El Pais segir að Trump hafi nýlega endurtekið þessa ósk sína um að setja eiturlyfjahringina á lista yfir hryðjuverkasamtök. Þetta hefur vakið upp meiri áhyggjur af að hann muni gera alvöru úr loforðum sínum um að senda bandaríska hermenn inn í Mexíkó.

Fram að þessu hefur þótt óhugsandi að bandarískir hermenn sinni verkefnum í Mexíkó og á pólitíska sviðinu liggur rauð lína í þessu samhengi.

Niðurstöður skoðanakannana hafi þó sýnt að meirihluti Mexíkóa, sérstaklega á svæðum þar sem ofbeldisaldan af völdum eiturlyfjahringjanna er verst, myndu fagna því ef bandarískir lögreglumenn eða hermenn kæmu til landsins til að stöðva ofbeldisölduna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“