fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Matvís fagnar fullnaðarsigri gegn veitingastaðnum Flame – Starfsmenn í fullum rétti að ganga út vegna vanefnda

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 14:55

Veitingastaðurinn Flame

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

MATVÍS, félag iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, fagnar fullnaðarsigri fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn eigendum veitingastaðarins Flame sem félagið höfðaði fyrir hönd fyrrum starfsfólks staðarins. Greint er frá málinu á vef Matvís en dómur, sem er óbirtur á vef dómstólsins, féll þann 6. janúar síðastliðinn.

Forsaga málsins er sú að sumarið 2022 fékk MATVÍS upplýsingar um að starfsfólk veitingastaðarins Flame hefðu ekki fengið launagreiðslur sem þeir áttu rétt á samkvæmt kjarasamningum og lögum. Í kjölfar heimsóknar vinnueftirlits MATVÍS var upplýst um umfangsmikil brot eigenda veitingastaðarins gegn starfsfólki sem hafði ekki fengið launagreiðslur í samræmi við vinnu sem það innti af hendi.

Vangreidd laun þriggja starfsmanna námu háum fjárhæðum og að endingu greiddi Flame þremur starfsmönnnum alls 10,5 milljónir króna vegna launa og annarra réttinda sem fólkið hafði verið hlunnfarið um.

MATVÍS taldi þó að starfsmennirnir ættu hærri upphæðir inni og höfðaði því áðurnefnt dómsmál þar sem fullnaðarsigur vannst. Niðurstaðan er sú að forsvarsmenn Flame verða að greiða starfsfólkinu sem nemur 3,5 milljónum króna til viðbótar auk dráttarvaxta. Var málatilbúnaði lögmanna Flame, sem meðal annars sneri að því að starfsmönnunum hefði verið óheimilt að hætta störfum þrátt fyrir umfangsmikil brot veitingastaðarins, virtur að vettugi.

Í áðurnefndri umfjöllun á vef MATVÍS kemur fram að málið sýni fram á mikilvægi vinnustaðaeftirlits.

„Að baki þessari niðurstöðu liggur mikil vinna starfsfólks kjaradeildar Fagfélaganna og vinnustaðaeftirlits, sem nær yfir nærri því tveggja og hálfs árs tímabil. Á tímum þar sem verulega er vegið að réttindum hjá starfsfólki veitingastaða er mikilvægt að starfsfólk geti leitað til stéttarfélaga sem gætir réttinda þeirra. Þá er sérstaklega mikilvægt að starfsfólk geti treyst því að dómstólar standi vörð um grundvallarreglur á vinnumarkaði,“ segir í umfjölluninni.

Nánar er fjallað um málið á vef MATVÍS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“