fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Lætur Hannes Hólmstein heyra það – „Lítið annað en hádegisverðarspjall, klætt í búning akademíu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rajan Parrikar, innflytjandi frá Indlandi, hefur miklar áhyggjur af íslensku samfélagi. Hann vakti mikla athygli með grein sem hann birti hjá Nútímanum um miðjan desember þar sem hann fór hörðum orðum um íslenskar konur sem honum þykja ekki mjög frambærilegar þó að þeim sé gert hátt undir höfði. Nú hefur Rajan birt aðra grein sem hann beinir spjótum sínum að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor emeritus í stjórnmálafræði.

Rajan svarar þar grein sem Hannes Hólmsteinn skrifaði í sumar og fjallaði um hjátrú. Hannes rifjar þar upp að hafa hrist höfuðið sem barn yfir hjátrú annarra þjóða, svo sem yfir hindúum sem telja kúna heilaga. Hannes sagði Íslendinga haldna sömu hjátrú hvað hvali varðar. Eins fjallaði Hannes um það sem hann kallar hjáfræði og nefndi Marxisma sem dæmi.

Rajan vill ganga lengra og segir að í raun sé stjórnmálafræði ákveðin hjáfræði.

„Stjórnmálafræði, þvert á nafnið, eru ekki vísindi. Þetta er lítið annað en hádegisverðarspjall, klætt í búning akademíu af stofnunum sem hafa meira pláss en innihald. Allt sem stjórnmálafræðingur segist vita mætti auðveldlega miðla forvitnum tíu ára krakka á einum eftirmiðdegi – með nægum tíma afgangs fyrir ís hjá Kjörís.“

Leggur Rajan til að Háskóli Íslands leggi hreinlega stjórnmálafræðideild sína niður. Líklega muni fáir sakna hennar. Hannes Hólmsteinn sé þó prófessor og því vont að sjá hann hæðast að virðingu hindúa fyrir kúnni.

„Ég mæli með því að Háskóli Íslands leggi þessa deild niður. Fjarvera hennar myndi varla vekja athygli, nema ef til vill í háskólamötuneytinu Að snúa sér að hugleiðingum prófessorsins, hæðist hann að virðingu Hindúa fyrir kúnni sem einni ‘hjátrú.’ Maður býst við meiru frá akademíumanni – persónu sem er treyst fyrir því að móta, eða oftar, spilla ungu hugarfari.Í staðinn minnkar hann árþúsunda menningar- og andlegrar innsæis, og afgreiðir háleita, uppbyggjandi hugsun sem hjátrú.“

Kýrin sé í hindúamenningu tákn réttlætis, samúðar og lífsbjargar. Kýr hafa sögulega verið vopnvæddar í átökum við hindúa. Kúm hefur verið slátrað opinberlega til að móðga, kúakjöti kastað inn á helgistaði til að vanhelga þá og hindúar þvingaðir til að borða nautakjöt. Þetta var framkvæmt í nafni kristni sem hefur nú sem betur fer gengið í gegnum siðbót.

Nærtækara væri að benda á hjátrú sem megi finna í nútímanum. Svo sem próteinmýtuna – eins og Rajan kallar hana – um að dýrakjöt sé ómissandi fyrir heilsuna. Rajan bendir á að sú villutrú stuðli að mikilli þjáningu dýra sem eru alin fyrir neyslu. Eins sé margbúið að sýna fram á að vandað grænmetisfæði geti vel fullnægt daglegri próteinþörf.

„Næst þegar prófessorinn nýtur steikarinnar sinnar, vona ég að hann velti fyrir sér þessari ókeypis fræðslu. Hægt er að hreinsa fáfræði með námi, en hroki krefst mun meiri vinnu.

Og hvað varðar rauðkjötsvaldinn slagæðaplakk, þá stendur Landspítalinn reiðubúinn til að hreinsa það líka“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“