fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Búseti ætlar að kæra framkvæmdirnar við Álfabakka – „Hefði aldrei átt að veita leyfi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búseti sér ekki annan kost en að leggja fram stjórnsýslukæru vegna synjunar byggingarfulltrúans í Reykjavík um að stöðva frekari framkvæmdir á lóðinni við Álfabakka 2 í Suður-Mjódd.

Þetta segir Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, í samtali við Morgunblaðið í dag. Verði ekki fallist á kæruna eða úrlausn fáist með öðru móti segir Bjarni einsýnt að Búseti muni leita réttar síns fyrir dómstólum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um „græna vegginn“ í Mjóddinni síðustu vikur en þar á meðal annars að koma kjötvinnsla fyrir Ferskar kjötvörur.

Í frétt Morgunblaðsins er vísað í bréf byggingarfulltrúa vegna stöðuúttektar 19. desember síðastliðinn þar sem fram kemur að engin sjáanleg frávik séu frá aðaluppdráttum og að byggingarstaður sé til fyrirmyndar varðandi hreinlæti. Með hliðsjón af þessu sé ekki tilefni til að stöðva framkvæmdirnar.

Bjarni segir við Morgunblaðið að Búseti muni nýta þau úrræði sem lögmenn félagsins telja við hæfi að virkja í þeim aðstæðum sem upp eru komnar.

„Bæði kjörn­ir full­trú­ar og emb­ætt­is­menn á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar hafa notað orð eins og mis­tök og klúður í sam­hengi við stálgrindarskemmuna og að leita þurfi leiða til að leiðrétta þau mis­tök. Þeir hafa þannig sýnt fram á vilja til að horf­ast í augu við mis­tök­in og því er svar bygg­ing­ar­full­trú­ans á skjön við yf­ir­lýs­ing­ar kjör­inna full­trúa borg­ar­inn­ar,“ segir hann meðal annars og bætir við að mat lögmanna Búseta sé sú að veiting byggingarleyfis á lóðinni hafi verið haldin alvarlegum annmörkum.

„Þeir eru svo al­var­leg­ir að ef rétt hefði verið staðið að mál­um hefði aldrei átt að veita leyfi fyr­ir bygg­ingu af þeirri stærð og um­fangi eins og raun­in varð við Álfa­bakka 2,“ segir hann við Morgunblaðið þar sem ítarlega er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar