fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Aðalsteinn ákærður fyrir manndrápstilraun í annað skipti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri, Aðalsteinn Unnarsson, fyrir manndrápstilraun á heimili sínu að Frostafold í Reykjavík. Meint brot var framið síðastliðið haust, þann 9. október.

Aðalsteinn er sakaður um að hafa veist að manni með hnífi og stungið hann ítrekuðum hnífstungum í búk, höfuð og útlimi og þannig reynt að svipta hann lífi. Brotaþoli hlaut lífshættulega stunguáverka á brjóstkassa og fleiri alvarlega áverka.

Fyrir hönd brotaþola er krafist miskabóta að fjárhæð sex milljónir króna.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Einnig ákærður fyrir manndrápstilraun í Mosfellsbæ

DV greindi frá því í október síðastliðnum, skömmu eftir að Aðalsteinn á að hafa framið ofanefnt brot, að hann væri ákærður fyrir manndrápstilraun í Mosfellsbæ í febrúar árið 2021. Í fréttinni segir:

„Héraðssaksóknari hefur ákært mann að nafni Aðalsteinn Unnarsson fyrir tilraun til manndráps. Honum er gert að sök að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 2. febrúar árið 2021, á bílastæði við Háholt 9 í Mosfellsbæ, veist að manni og stungið hann með hnífi í kviðinn og þannig reynt að svipta hann lífi. Hlaut brotaþolinn 2-3 cm opið stungusár á kvið og stóð um 10 cm langur þarmur út um sárið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Í gær

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Í gær

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra