fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Aðalsteinn ákærður fyrir manndrápstilraun í annað skipti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri, Aðalsteinn Unnarsson, fyrir manndrápstilraun á heimili sínu að Frostafold í Reykjavík. Meint brot var framið síðastliðið haust, þann 9. október.

Aðalsteinn er sakaður um að hafa veist að manni með hnífi og stungið hann ítrekuðum hnífstungum í búk, höfuð og útlimi og þannig reynt að svipta hann lífi. Brotaþoli hlaut lífshættulega stunguáverka á brjóstkassa og fleiri alvarlega áverka.

Fyrir hönd brotaþola er krafist miskabóta að fjárhæð sex milljónir króna.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Einnig ákærður fyrir manndrápstilraun í Mosfellsbæ

DV greindi frá því í október síðastliðnum, skömmu eftir að Aðalsteinn á að hafa framið ofanefnt brot, að hann væri ákærður fyrir manndrápstilraun í Mosfellsbæ í febrúar árið 2021. Í fréttinni segir:

„Héraðssaksóknari hefur ákært mann að nafni Aðalsteinn Unnarsson fyrir tilraun til manndráps. Honum er gert að sök að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 2. febrúar árið 2021, á bílastæði við Háholt 9 í Mosfellsbæ, veist að manni og stungið hann með hnífi í kviðinn og þannig reynt að svipta hann lífi. Hlaut brotaþolinn 2-3 cm opið stungusár á kvið og stóð um 10 cm langur þarmur út um sárið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot

Sakaður um ruddalegt athæfi, kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar